Er það bara Logi sem sér fílinn?

Fíllinn í pólitíska bakherberginu heitir Bjarni Benediktsson. Í 2 ár eru allir íslenskir stjórnmálamenn búnir að tipla í kringum þennan fíl án þess að þora að tjá sig um rót vandans. Þjóðin hefur farið í gegnum 2 stjórnarslit og tvennar kosningar og enn eru menn að umgangast fílinn af ótilhlýðilegri virðingu.  Allir nema Logi Már, kratinn að norðan sem steig fram og leiddi Samfylkinguna til baka frá þeirri glötun sem Jóhanna Sigurðardóttir stefndi henni í.

Nú er komið fordæmi fyrir aðra þingmenn og forystufólk flokka að tjá sig af heiðarleik um raunverulega orsök stjórnarmyndunarkreppunnar. Ef þau þora það ekki þá eru þau óhæf til að sitja á Alþingi.  Þá skulu þau bara öll sem eitt skila umboðinu og segja af sér þingmennsku.

Látum þá bara siðlausa hluta landsmanna velja fyrir okkur siðspillta sækópata til að stjórna.  Eyðum svo meiru í aðkeypta erlenda almennatengla til að svara erlendri gagnrýni á íslenskt stjórnarfar. Svona 500 milljónir á ári er ábyggilega ekki fjarri lagi ef Bjarni Ben og Sigmundur verða báðir í næstu stjórn. 

 


mbl.is Tilboð um að leiða góða stjórn stendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband