11.11.2017 | 23:41
Þriðji fasinn er ekki byrjaður
Auðvitað verður ekkert endanlega fastráðið fyrr en með undirritun stjórnarsáttmála. En það er hæpið að Katrín Jakobsdóttir hætti á að mynda 32 þingmanna meirihluta. Jafnvel þótt alls ekki þurfi að vera ósennilegt að sá meirihluti gæti haldið í heil fjögur ár.
En sennilegast er að leikritið hafi þegar verið skrifað í meginatriðum og leiksýningin sé þegar hafin. Nokkrir næstu dagar gætu farið í málamyndaviðræður stjórnarandstöðuflokkanna. Sigurður Ingi lýsir því svo yfir að hann hafi hug á að kynna sér grundvöll breiðara samstarfs. Úr því verður auðvitað ekki neitt. Þá fyrst, einhvern tíma í næstu viku, hefst svo þriðji þáttur: Formlegar viðræður Bjarna, Sigurðar, Sigmundar Davíðs og Ingu Sæland, sem undirrita svo glæsilegan stjórnarsáttmála fyrri partinn í nóvember og kynna ráðherralistann."
Þessi tilvitnun er í bloggpistil,sem skrifaður var 31.okt 2017. 2 dögum eftir kosningar og áður en Katrín fékk leyfi forseta til að mynda ríkisstjórn. Mér sýnist höfundur hans býsna forspár um atburðarásina eftir kosningarnar 29.okt s.l. Í það minnsta hvernig 2 fyrstu fasarnir spiluðust. Nú er eftir að vita hvort hann verður jafn forspár um 3. fasann! Það er samstjórn Sjálfstæðis, Framsóknar og Miðflokks auk Flokks Fólksins. Ég held að þessi frétt þar sem vitnað er í óbreyttan þingmann Framsóknar hafi ekki mikla þýðingu í þessu sambandi. Pólitík Bjarna og Sigmundar snýst fyrst og fremst um völd og stóla....Og freka kalla.
Meira en persónulegur ágreiningur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:51 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.