23.11.2017 | 11:53
Dæmigerður hvítflibbi
Ég hef aldrei skilið hugsunarhátt hvítflibbamanna sem telja sig hafna yfir lög og rétt. Margir eru mér sammála enda mætir þessum föllnu hvítflibbum undantekningarlaust fyrirlitning samfélagsins.
Geir Haarde hefði getað tekið örlögum sínum af meiri karlmennsku en hann gerði. Hann hefði getað axlað ábyrgð og undirgengist ákvæði stjórnarskrárinnar sem um Landsdóm gilda. En það gerði hann ekki. Þess vegna er hann eins og hver annar hvítflibbi í mínum augum. Ærulaus maður í afneitun á eigin sök. En eins sorglegt og þetta landsdómsmál var á margan hátt þá er það nú staðfest að framkvæmd þess var á allan hátt samkvæmt réttum lögum. Það er það eina sem skiptir í raun máli. Alþingi tókst ekki að klúðra málinu þrátt fyrir einbeittan vilja þar um
Ríkið sýknað í landsdómsmáli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.