Innviðauppbyggingin á vegakerfinu

Flutningur_a_Oddskardi_1_GREkki veit ég hvort formennirnir í ráðherrabústaðnum séu sammála um forgangsröðunina í samgönguumbótum. Hitt er ljóst að uppbyggingin mun kosta alltof mikið til að hægt sé að réttlæta að sá kostnaður lendi alfarið á skattgreiðendum þessa lands. Sérstaklega þar sem beinn fjárhagslegur ávinningur af framkvæmdum við samgöngubætur lendir allur í vasa þeirra sem nota samgöngur í atvinnuskyni. Þegar Norðfjarðargöng voru opnuð þá var viðtal við rekstrarstjóra Eimskips á Austurlandi. Hann var að vonum ánægður með þessa 14 þúsund milljón króna samgöngubót.

"Við sem önnumst þungaflutninga finnum ekki síst fyrir því hvað þetta  glæsilega mannvirki breytir miklu. Það má nefna að í gær þurftum við að flytja 11 frystigáma frá Síldarvinnslunni til Mjóeyrarhafnar í Reyðarfirði. Til þessa hafa slíkir flutningar með tveimur bílum tekið einn og hálfan dag en í gær var þeim lokið um miðjan dag. Þetta er í reyndinni ótrúlegt. Flutningabíll frá frystigeymslu Síldarvinnslunnar til Mjóeyrarhafnar var 54 mínútur á leiðinni þegar farið var yfir Oddsskarð en með tilkomu Norðfjarðarganganna er hann einungis 26 mínútur á leiðinni. Það sjá allir á þessu hve göngin skipta miklu máli og þess skal getið að í þessari viku höfum við flutt 24 frystigáma frá Síldarvinnslunni þessa leið. En Norðfjarðargöngin spara meira en tíma. Með tilkomu þeirra minnkar mikið slit á bílunum, olíueyðsla minnkar mikið og dekkjaslit einnig"

En hvað skyldi þessi sparnaður Eimskips-Flytjanda þýða í auknum viðhaldskostnaði? Höfum í huga að einn fiskflutningatrukkur slítur vegum á við þúsund venjulega bíla en þeir þurfa samt ekkert að borga fyrir þessa nýtingu á almannafé. Og það er ekki eins og Eimskip borgi það sem þeim ber til ríkisins. Eimskip svindlar og stundar skattasniðgöngu eins og flest stór alþjóðleg fyrirtæki.

Nú þegar við erum að fara af stað með umfangsmiklar samgöngubætur sem munu kosta hundruð milljarða, þarf að taka umræðuna um hverjir eigi að borga. Það er alveg ljóst í mínum huga að þeir eiga að borga sem nota í hagnaðarskyni.  Flutningafyrirtæki og Ferðaþjónustan og umfram aðra, þeir sem stunda transport á afla og veiðarfærum landhorna á milli í staðinn fyrir að nota eigin skip og báta.

Við þurfum að efla sjóflutninga og takmarka landflutninga þannig að þungatakmarkanir leyfi ekki þessa yfirfrakt,sem nú flæðir um illa undirbyggða vegi landsins. Ef við svo tökum upp réttláta innheimtu veggjalda þá getum við lagað vegina.  Við getum það ekki, ef trukkarnir hjá Eimskip og Samskipum eyðileggja jafn óðum það sem vel er gert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband