23.11.2017 | 13:13
Ragnar er í lagi. Áslaug ekki
Mér finnast sjónarmið Ragnars Önundarsonar fyllilega réttmæt og hafa ekkert með kynferðislegt valdaójafnvægi að gera. Hann myndi eflaust gera samskonar athugasemdir vegna annarra forystumanna sjálfstæðisflokksins ef á þyrfti að halda.
En það er dæmigert fyrir kynfræðinga nútímans að brjálast af öngvu eða röngvu tilefni. Það sem á að ræða er hvort fólk í stjórnmálum hafi yfir höfuð eitthvert erindi. Hvort krakkinn er kona eða karl skiptir ekki máli og hvort kellingin er kona eða karl skiptir heldur ekki máli.
Að mínu mati skortir þroskaða einstaklinga til forystu í FLokknum. Þar er ég líka sammála Ragnari Önundarsyni. Og ég skil áhyggjur hans af að sitja uppi með siðblindan formann og freka forréttindastelpu í forsvari fyrir sjálfstæðisflokkinn, sem vill höfða til trausts og virðuleika.
Dómgreindin er til umhugsunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:05 | Facebook
Athugasemdir
"En það er dæmigert fyrir kynfræðinga nútímans að brjálast af öngvu eða röngvu tilefni." Þú átt væntanlega við "kynjafræðinga". Kynfræði (sexology) er pólítískt hlutlaust og jákvætt fræðisvið sem hefur með kynlíf og kynferðisleg samskipti að gera. Kynjafræði (gender studies) er vinstripólítískt og gjörsamlega óþarft, jafnvel skaðlegt gæluverkefni öfgafemínista og er af óskiljanlegum ástæðum sérstök námsbraut innan stjórnmálafræðideildar Háskóla Íslands.
Pétur D. (IP-tala skráð) 23.11.2017 kl. 20:53
Takk Pétur fyrir að leiðrétta þessa meinlegu villu. Átti auðvitað að vera kynjafræðinga
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 23.11.2017 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.