20.10.2018 | 12:10
Aftur var Dagur plataður
Þessi brú er ekki góð fjárfesting fyrir Reykvíkinga eða framtíðarþróun gatnakerfis höfuðborgarsvæðisins. Og vegna takmarkandi notkunar mun hún fyrst og fremst gagnast þeim Kópavogsbúum sem þurfa að sækja til Reykjavíkur en Reykjavíkurborg mun samt bera mestan kostnaðinn. En það er svo sem enn hægt að bjarga málunum. A.m.k. hvað varðar hönnun mannvirkja og útboð. En það mun kosta nýjan samning milli Reykjavíkur og Kópavogs og ekki víst að Dagur muni koma að þeim samningi.
Það sem á augljóslega að gera er að opna fyrir hringtengingu fyrir almenna umferð með tengingu yfir Fossvog og þaðan yfir í Bessastaðanes og áfram suður í Hafnarfjörð. Slík framkvæmd myndi létta gífurlega á umferðarþunganum sem nú fer um Hringbraut-Miklubraut-Kringlumýrarbraut
Fyrst á annað borð á að fara þessa leið þá er ekkert vit í að byggja bara hálfgerða brú. Þetta verður að vera alvöru stofnbraut sem heyrir undir vegagerðina
Þegar tengingin verður komin þá geta menn í alvöru rætt kosti þess að byggja nýjan flugvöll á Bessastaðanesi eða Lönguskerjum.
Kársnesið í sölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.