14.12.2018 | 18:06
Ríkisbókaflóð
Fyrirheitið um niðurfellingu virðisaukaskatts á bækur var gott. Þessi breyting á hugmyndinni er meira en slæm. Hún er arfavitlaus og kemur ekki til með að styrkja höfundana neitt að ráði. Allur ríkisstyrkurinn mun renna í vasa milliliða eins og vanalega og eftir sitja höfundar á listamannalaunum og gramsandi almenningur á bókaútsölum eftir áramót.
Fyrir margt löngu keypti ég mikið af bókum á venjulegu verði. Þá var viðmiðið að bók og plata voru jafngild kaup. Þá þekktust ekki heldur brunaútsölur á jólabókalager í 10 mánuði á ári eins og nú. Í dag er viðskiptamódelið hátt verð og síðan endalausir afslættir. Þegar verzlunarmenn haga sér eins og bókaútgefendur gera, þá segir það mér, að útsöluverð bóka er alltof hátt. Mér dettur ekki í hug að kaupa bók sem kostar meira en 2000 krónur. Það er verðið sem maður borgar á eftirmarkaðnum frá janúar til nóvember ár hvert.
Þessi afgreiðsla alþingis er ekki stuðningur við bóklestur og þaðan af síður við bókmenninguna. Það eina sem mun breytast er að útgefendum mun fjölga og titlunum á útsölunum eftir jól mun líka fjölga. Þar er líklegt að margar perlur glatist.
Stuðningur við bækur á íslensku festur í lög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:41 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.