21.12.2018 | 17:26
Þeir skilja sem vilja
Guðmundur Andri skilur ekkert í því að almenningur skuli almennt telja alþingismenn spillta, samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar H.Í. Honum til glöggvunar og frekari umhugsunar í hans langa jólafríi þá ætla ég að nefna nokkur dæmi:
1. Sjálftaka á opinberu fé í eigin þágu Sjálftaka sem átti alltaf að fara leynt en komst upp um vegna þrautseigju eins manns, Björns Leví Gunnarssonar
2. Sjálftaka á opinberu fé í þágu stjórnmálaflokka og lögþvingun sveitafélaga til að auka álögur vegna þessara styrkja.
3. Samtrygging með löglausum gerningum Alþingis. Dæmi: Skipan Landsréttardómara og lagasetning vegna starfsleyfa fiskeldisfyrirtækja á Vestfjörðum
4. Hrossakaup á milli manna til að tryggja ýmiss konar aðskiljanlega hagsmuni.
Þessi upptalning er langt í frá tæmandi en það er löngu tímabært að Alþingismenn taki sér tak og vinni í þágu almennings en ekki flokkanna eins og nú er. Á meðan meirihlutaræði tíðkast þá verður minnihlutinn að leggja tvöfalt á sig í gagnrýnni stjórnarandstöðu. Að þið séuð komnir í 6 vikna jólafrí er sönnun hins gagnstæða.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.