Þeirra eiginn aumingjaskapur

Sveitastjórnir á Vestfjörðum geta engum öðrum um kennt en eigin aumingjaskap að þessi pattstaða vegna þjóðvegar 60 um Teigskóg hafi ríkt í 10 ár. Þegar Hæstiréttur kvað upp úrskurðinn árið 2009, sem hafnaði fyrirhugaðri veglagningu um Teigskóg þá átti strax að þrýsta á Vegagerðina að gera veg fyrir mynni Þorskafjarðar. Leiðina sem nú er til umfjöllunar hjá sveitastjórn Reykhólahrepps.  Þ-H leið Vegagerðarinnar sem stendur fyrir Þrá-Hyggju,  er augljóslega miklu lakari kostur til framtíðar. Og hvað skyldi þráhyggjan hafa kostað Vestfirðinga í lakari samgöngum allan þennan tíma.  Hafa þeir reiknað það út hjá Bæjarstjórn Ísafjarðar sem ekki sáu ástæðu til að rífa kjaft vegna þess að sjálfir höfðu þeir sæmilegar samgöngur frá Dýrafirði og suður um veginn yfir til Steingrímsfjarðar.  Það er ekki fyrr en Dýrafjarðargöngin eru orðin að veruleika að Ísfirðingar finna til samkenndar með öðrum Vestfirðingum!  Er ekki dálítið holur hljómur í þessu síðbúna ákalli?


mbl.is Biðla til sveitarstjórnar Reykhólahrepps
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband