Neytendasamtökin að standa sig

Miðað við hve neytendalöggjöf á Íslandi er frumstæð þá er ánægjuleg tilbreyting að sjá loksins almennileg viðbrögð frá Neytendasamtökunum. Við eigum þessu ekki að venjast af hagsmunasamtökum hverjar svo sem ástæður þess eru. Ég hélt því strax fram að áformuð framkvæmd greiðslufyrirkomulags vegna innheimtu gangagjalds Þistilfjarðaganganna stæðist ekki lög.  Þessu er Breki Karlsson sammála.  Það væri gaman að vita hverjir ráðgjafar Stjórnar Þistilfjarðarganganna eru. Eitt er víst að þessi Hilmar veit ekkert í sinn haus og er að gera eintómar vitleysur.  Hann verður að axla ábyrgð og stíga til hliðar. Það er búið að hleypa umferð á þennan veg og tíminn til að undirbúa greiðslufyrirkomulag gjaldsins löngu liðið.

Mistökin sem voru gerð eru fyrst og fremst að hafa þetta algerlega rafrænt. Í öðru lagi er gjaldið alltof hátt. Í þriðja lagi er afslátturinn alltof mikill og í fjórða lagi þá er "álagið" alltof hátt.  Svona þjónustugjöld þekkjast hvergi nema hjá mafíunni!

Í dag hálfum mánuði eftir opnun ganganna stendur stjórn þeirra frammi fyrir þvílíku klúðri að það ógnar gjaldfærni félagsins. Skuldirnar þarf að afskrifa um 60% og leiðrétta þarf gjaldskrána og koma á eðlilegu greiðslufyrirkomulagi.  Ég legg til að gjaldið verði svipað og var í Hvalfjarðargöngin og að gjaldhliði verði komið upp vestan megin ganganna. Aðeins verði rukkað fyrir umferð sem fer austur en ekki þá sem kemur að austan.

Gjaldhliðið verður að útbúa þannig að bæði sé hægt að greiða með peningum eða korti og þá geti menn líka nýtt sér snertilausar greiðslur.  Höfum í huga að rafmagn getur alltaf farið af og þá er vont að vera ráðalaus


mbl.is Segir tíma til greiðslu of nauman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Ég er ein af þeim risaeðlum sem enn nota takkasíma, enda sími í mínum huga ætlaður til að hringja í einhvern, eða láta hringja í mig. Ég þarf ekki meira.

 Ég sit ekki með hokinn haus yfir "öppum" og öðrum ófögnuði, sem okkur er sagt að við getum ekki lifað án. Á einhvern undraverðan hátt hef ég tórað, gegnum súrt og sætt, frá því fyrir löngu síðan á síðustu öld, án þess að vera eins og hálfdautt kjötstykki, án lífsmarks yfir "snjallsímanum" mínum og andskotans draslinu sem sú óværa ælir yfir fólk á degi hverjum. Flestallt ómerkilegt rusl og einskisnýt della.

 Aldrei hef ég fundið fyrir "kulnun" í starfi. Ég hef hinsvegar fengið leið á hinum ýmsu störfum og því fundið mér annað að gera, ef svo bar undir. Gott ef ég var ekki rekinn í nokkur skipti, en það.skiptir ekki máli. Ég hélt bara áfram.

 Hvað í áranum ætli valdi því að ekki er hægt að rukka gegnum göng með "nútímatækni" öðru vísi en að stilla fólki upp sem vanskilaskussum, með óheyrilegum álögum, greiði það ekki innan þriggja klukkustunda? Þetta getur trauðla talist annað en sorglegur brandari. Hvernig gera þeir þetta í Færeyjum?

 Jú, myndavélar sem skynja bílnúmerið, eða sendi í ökutækinu og reikningurinn samstundis sendur á eiganda þess. Hann hefur síðan almanaksmánuðinn til að greiða, en er jafnframt upplýstur dag hvern, um hver staðan er. Bílaleigur, jafnt sem einstaklingar.

 Hvað er málið? Verkefnið tók mun lengri tíma en áætlað var, af ýmsum ástæðum, sem hefði jú átt að gefa umsjónarmönnum gangnanna tíma til að útfæra rukkunarfeelið. Þegar þau loks opna, er rukkunin á pari við að senda telefax!.

 Afsakið langlokuna, en einfaldur tuðari á ekki orð.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 15.1.2019 kl. 01:31

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

#metoo Halldór cool

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 15.1.2019 kl. 02:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband