Enn af Vestfjarðavegi um Reykhólahrepp

Konur í stjórnmálum láta mun oftar undan þrýstingi en karlar í sömu aðstæðum. Það er staðreynd. Sveitastjórn Reykhólahrepps samþykkti tillögu yfirvalda um að veita framkvæmdaleyfi í samræmi við vilja Vegagerðarinnar. Þetta var samþykkt með 3 atkvæðum kvenna gegn 2 atkvæðum karlanna í sveitastjórn.  Allir sjá að þarna var beitt ofbeldi og því sérstaklega beint að konunum sem auðvitað brotnuðu undan þessum þrýstingi.  En málinu er ekki lokið.  Landvernd hefur ályktað gegn Þ-H leiðinni með rökum sem verður að skoða.  Þar er ég að tala um fyrirætlanir Vegagerðarinnar um að þvera 3 innfirði til að koma þessari Þ-H leið á koppinn.  Landvernd hefur efasemdir um að þær fyrirætlanir gangi upp. Um það snýst gagnrýnin.  Þarf ekki að framkvæma sérstök umhverfismöt á öllum þessum þverunum og veit Vegagerðin af því en heldur leyndu?  Þegar svo þessar tafir á framkvæmdinni "koma í ljós"  er þá tilgangurinn að nota peninginn í lagfæringar á Dynjandisheiði í tengslum við Dýrafjarðargöngin? Þessi athugasemd vekur upp slíkar spurningar.

Jón Atli Játvarðarson

Hrökkva nokkrir við núna? Er þörf fyrir svona harkaleg viðbrögð gegn bréfaskriftum frá "Landvernd"? Í þessu afmarkaða máli þegar óbilgirni og hótanir hafa neytt Reykhólahrepp til uppgjafar í veglínumálum, er þá ekki einfaldast fyrir Gauta Eiríksson að halda bara áfram að fagna. Suðurfirðingar fagna smá, en eru óöruggir. 

Kristján Már Unnarsson var orðinn óöruggur með sjálfan sig og allan sinn "fréttaflutning" áður en til tíðinda dró. Hann var farinn að leggja línurnar fyrir Vegagerðina í fréttaskoti sínu. Hvernig ætti að skipta framkvæmdinni þannig að hægt yrði að keyra yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og til bráðabyrða yfir Hjallaháls og inn í fjarðarbotn og yfir hættulegu bognu brúna þar um ófyrirséða framtíð. Þetta er uppskrift fyrir Ísfirðinga til að klófesta helminginn af peningunum úr Gufudalssveitinni, í Dynjandisheiðina.

Gauti Eiríksson fer ekki rétt með í samanburði veglína yfir Þorskafjörð ytri. A1 leiðin með sína vankanta er gerð að góðri leið í R leiðinni. Það er ekki Gauta Eiríkssonar að meta þetta. Í R leiðinni er fólgin lausn á galla er varðar umhverfislega þætti hvað varðar fallastrauminn og bátaleiðina undir 15 m. hárri brúnni.

A3 leið Vegagerðarinnar er brandari dauðans. Sú leið var ekki með lausn á útfallstæmingunni eða innstraumsflæðinu öllu. Sú leið var ekki í afgreiðsluferli hreppsnefndarinnar. Hún var dæmd frá öllu matsferli í umfjöllun. Hún var ekki með færa leið fyrir Gretti, skip Þörungaverksmiðjunnar, með of lága brú 8 m. undir gólf. 

R leiðin er forhönnuð yfir álinn þar sem hann hefur breikkað og dýpkað aðeins utan við A1 leiðina. Óöryggi manna er að vaxa vegna óútskýrðra mála Vegagerðarinnar á Þ-H leiðinni. Þetta vita "Landverndar"menn og láta finna fyrir sér. Þetta veit Gauti Eiríksson og lætur finna fyrir sér, í hina áttina. 

Skipulagsstofnun þarf að grípa inn í núna og skikka Vegagerðina til að mæla botnstyrkinn í R leiðinni, þar sem állinn hefur dýpkað. Það verður að hafa R leiðina klára um leið og Þ-H vitleysan afhjúpast. Þetta mun fara að verða ljóst með vorinu og Suðurfjarðamenn eiga ekki annað í stöðunni en að biðja Reykhólamenn afsökunar fyrir dónaskapinn og óbilgirnina.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband