29.1.2019 | 17:02
Garðfuglahelgin
Garðfuglahelgi fuglaverndar.is er rétt lokið. Þá voru menn beðnir að vakta garðana sína í klukkustund og skrá fastagesti eftir fjölda og tegundum. En þar sem ég er álíka óglöggur á fugla eins og menn þá tók ég nú ekkert þátt í þessum samkvæmisleik. Hins vegar hef ég fóðrað smáfugla í snjóatíð, reglulega í bráðum 20 ár. Og á þessum árum kemst maður ekki hjá að veita atferli þessara fugla eftirtekt og lært að þekkja helstu tegundir. Sagðar eru sögur af fuglum sem halda tryggð við sína garða. Þetta held ég að sé tóm vitleysa. Fuglar leita bara þangað sem ætið er hverju sinni og engar sjáanlegar hættur á ferð. Og þeir eru upp til hópa bölvaðir oflátungar og gikkir. Til dæmis þá eru svartþrestirnir mínir frekastir. Síðan koma skógarþrestir, starar og snjótittlingar. Ef ég vil tryggja að snjótittlingarnir fái frið til að borða maiskurlið sitt þá verð ég að gefa þröstunum snemma. Þegar þeir eru flognir burt koma oftast snótittlingarnir og gæða sér á leyfunum. Þótt þetta geti verið dýrt áhugamál þá er það þess virði. Munum öll eftir smáfuglunum alltaf!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.