30.1.2019 | 09:29
Pálmatré í Vogabyggð
Er 20 metra hár ljósastaur listaverk? Er 20 m. gegnsær glerhjúpur utan um 1 tré listaverk? Hverjar eru yfirhöfuð skilgreiningar manna á hugtakinu útilistaverk?
Ef ég hefði verið í dómnefndinni þá hefði ég flokkað þessa hugmynd undir framúrstefnuarkitektúr en samt ekki því arkitektar setja ekki fram svona hugmyndir nema þær standist verkfræðilegar kröfur um burðarþol og svoleiðis. Ég sakna þess að engar byggingarteikningar af þessum turnum hafi verið látnar fylgja eða séu aðgengilegar.
Útilistaverk á ekki að vera kennileyti í umhverfinu. Ef það er hugsunin þá er ekki verið að hugsa um að fegra mannlíf heldur að monta sig af framúrstefnuarkitektúr.
En þetta er ennþá bara hugmynd á blaði og enn nægur tími til að hætta við þessi áform. Fyrir 250 milljónir mætti til dæmis byggja yfir hálfan Laugaveginn og skapa þar suðræna stemningu með útikaffihúsum og íslenskum aldintrjám.
Dönsk strá og pálmatré | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það má líka horfa á þetta þannig, að 140 milljónir eru líklega um fimm ára ráðstöfunarfé Listasafns Íslands til kaupa á verkum íslenskra listamanna. Safnið hefur ekki fé til að kaupa verk eftir þá listamenn okkar sem eru að skara fram úr alþjóðlega. En á sama tíma er hægt að setja 140 milljónir í þetta.
Þorsteinn Siglaugsson, 30.1.2019 kl. 11:44
Talandi um Listasafn Íslands, þá bjó ég á Laufásveginum fyrir ofan Listasafnið, frá 1999 til 2016. Og mér er ennþá minnisstætt þegar Björgólfur Thor, fékk að hengja auglýsingaborða fyrir Actavis utan á Listasafnið Fríkirkjuvegs megin. Þessir borðar voru þarna í 2 ár held ég og gerði ferðamenn alveg ringlaða. Ég þurfti oftar en einu sinni að benda mönnum á hvar Listasafnið væri þótt við stæðum rétt hjá. Það héldu allir að þetta væri höfuðstöðvar Actavis því inngangurinn er fyrir ofan Fríkirkjuna og sést ekki frá fríkirkjuvegi sem flestir túristar ganga. Þessa hneisu er ég ekki enn búinn að fyrirgefa stjórn Listasafnsins svo mér er slétt sama um þeirra fjárhagsvanda.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 30.1.2019 kl. 12:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.