Uppskrift aš einkavęšingu banka

Undanfarnar vikur hef ég veriš aš kynna mér hina svoköllušu Hvķtbók Bjarna Benediktssonar, um framtķšarsżn hans į fjįrmįlakerfi framtķšarinnar.  Og žaš er ekki góš framtķšarsżn fyrir almenna borgara. Ķ rauninni fjallar Hvķtbókin lķtiš um framtķšarsżn en žeim mun meira um hvernig stašiš skuli aš sölu į eignarhlut rķkisins og hvaš rķkiš žurfi aš gera til aš gera bankana söluvęnlegri.  Fyrir mér er žetta einfalt. Eignarhlutir rķkisins eru bókfęršir į 339 ma kr. sem žżšir aš raunverulegt veršmęti er meira. Ég held aš Frosti Sigurjónsson hafi nefnt töluna 400 ma.kr og enginn mótmęlti žvķ. Žar af leišir į aš setja veršmiša į žessa eignarhluti sem endurspegla raunverulegt veršmęti en žaš er sko alls ekki žaš sem Bjarni Ben ętlar sér. Hann ętlar aš nota nįkvęmlega sömu ašferš og L.Ķ. notaši žegar Borgun var gefin . Sį fjįrmįlagjörningur skilaši eignarhaldsfélagi Engeyjarmafķunnar milljöršum ķ eigin vasa.

Svo nś er spurningin, er skynsamlegt aš einkavęša rķkiseigur mešan Bjarni Benediktsson situr ķ rķkisstjórn?  Ég segi nei.  Ekki mišaš viš žessar forsendur. Og žaš er slęmt žvķ aušvitaš į aš setja bankana į markaš en ekki selja til kjölfestufjįrfesta.

Žaš veršur forvitnilegt aš fylgjast meš umręšum žingmanna um žessa Hvķtbók į nęstunni. Og hvort einhver žori aš nefna blįklędda fķlinn ķ fjįrmįlarįšuneytinu. Žvķ hann er žarna og hann hefur alla žręši ķ hendi sér. Hann hefur Bankasżsluna og hann hefur Įsgeir Jónsson. Allir sótraftar į flot dregnir til aš gera žetta ętlunarverk aš veruleika ķ boši VG, sem eru jś meš reynslu af aš sóa almannafé, samanber Sjóvį og SpKef.

Žaš veršur engin umręša um framtķšarsżn į fjįrmįlakerfiš. Žaš veršur ekkert minnst į peningastefnuna eša gjaldeyrisforšann sem hęgt er aš nota til aš taka upp dollar til dęmis. Žaš veršur heldur ekkert talaš um rķkisįbyrgš į innlįnum viš žessa einkavęšingu. Og įstęšan er einfaldlega aš fulltrśar okkar į žingi eru upp til hópa undirmįlsfólk sem hefur ekki roš viš jakkafatamafķunni.Undirmįlsfólk, sem er svo upptekiš af kynfęrapólitķk aš stórfelld sala rķkiseigna til einkavina fer alveg framhjį žeim. Žaš veršur kannski ekki fyrr en Bjarni lętur Įsgeir Jónsson skrifa Hvķtbók um einkavęšingu Landsvirkjunar, sem menn fari aš spyrna viš fótum.  En žį veršur žaš of seint. Žį veršur žetta liš bśiš aš samžykkja 3. orkupakkann og kostnašurinn viš sęstrenginn veršur notašur til aš réttlęta söluna į Landsvirkjun.

Og žetta er ekki samsęriskenning.  Žetta er mķn Hvķtbók um fyrirętlanir svikulla manna, sem sjįst ekki fyrir ķ gręšgisvęšingunni.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband