Kleifabergið gert út af ráðuneytinu

Flott hjá ráðherranum að niðurlægja opinberlega þá sem undir hann heyra.  Fyrst Hafrannsóknarforstjórann og núna forstjóra Fiskistofu. Til hvers erum við með opinberar stofnanir ef ráðherra tekur fram fyrir hendur forstjóra þeirra í hverju málinu á fætur öðru? Hvenær fá alþingismenn nóg af þessu gerræði?  Það er í valdi þingsins að setja ráðherra af.  Nú er fullt tilefni til.


mbl.is Kleifaberg heldur aftur til veiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Ekki stórmannlegt hvernig fréttinn er matreidd en í henni segir: Skipið var í árs­byrj­un svipt veiðileyfi þar sem talið var að áhöfn­in hefði stundað brott­kast afla´´ Áhöfnin dregin til ábyrgðar að mínu mati.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 30.1.2019 kl. 17:22

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þorsteinn, brottkastið var staðfest og samkvæmt reglugerð þá eru þetta viðurlögin fyrir að brjóta fiskveiðistjórnarlögin. Ef ráðherrann sætti sig ekki við það þá átti hann að breyta lögunum en ekki breyta viðurlögunum og gera þetta vopn fiskistofu ónýtt til framtíðar.  Nú eru samkvæmt þessu gerræði engin viðurlög við brottkasti.

Ég er búinn að lýsa minni afstöðu áður, en get svosem endurtekið að mér finnst að það eigi að sekta fyrir svona brot en ekki svipta skip veiðileyfi. 

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 30.1.2019 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband