Hafrannsóknir á þurru landi

Hlutverk Hafrannsóknarstofnunar hefur undanfarin 30 ár, að langmestu snúist um að þjóna útgerðinni. Það hefur stofnunin gert með tvennum hætti. Annars vegar með stofnstærðarmælingum og hins vegar með árvissum loðnuleitarleiðöngrum.  Hvað þetta tvennt kemur hafrannsóknum við verða fræðingarnir að svara. En eitt er víst, að þær breytingar sem við sjáum, að eru að verða í hafinu munu koma fiskifræðingum Hafrannsóknarstofnunarinnar hlutfallslega meira á óvart en öllum öðrum.

Fiskifræðingar sem í 30 ár hafa predikað sjálfbærar fiskveiðar, sem byggðar eru á uppdiktaðri aflareglu, skilja ekki hvað er að gerast í vistkerfum undirdjúpanna.  Enda hafa þeir engan áhuga á að kynna sér það.  Þeirra vitneskja snýst um vísitölur og veiðiráðgjöf.

Við þurfum nýja hafrannsóknastofnun, sem starfar algerlega á vísindalegum grunni óháð pólitískum fyrirskipunum feitra þjóna útgerðarauðvaldsins. Hafrannsóknastofnun sem gerir rannsóknir og metur niðurstöður en les ekki bara um erlendar rannsóknir í blöðunum.


mbl.is Súrnun og hlýnun eru ekki góð blanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband