Minjastofnun þarf á Salómonsdómi að halda

Hvernig svo sem Lilja Alfreðsdóttir dæmir í þessu fordæmalausa klúðri Minjastofnunar, varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir á Landsímareit, þá er ljóst að trúverðugleiki forstjóra Minjastofnunar er stórlega laskaður svo og óhlutlægni skipulagsyfirvalds Reykjavíkurborgar.

Minjastofnun hefði verið í lófa lagið að banna uppgröft og flutning á mannvistarleifum á Landsímalóðinni. Þar með hefði vanhelgun þessa forna grafreits aldrei orðið með þeim hætti sem lóðabraskararnir eru svo duglegir að nýta sér í þessari deilu. Það skrifast alfarið á forstjóra Minjastofnunar.  Ef svo ólíklega vill til að skyndifriðunin verði samþykkt þá dugir ekkert minna en að þessum beinum sem voru fjarlægð af Völu "grafarræningja" verði komið fyrir í sem næst upprunalegri mynd og reistir verði minnisvarðar því fólki til heiðurs. 

Öll eigum við skilið smá virðingu. Líka þeir sem hvíldu í ómerktu gröfunum á Landsímalóðinni.  Þegar aflagðir kirkjugarðar verða almenningsgarðar þýðir það ekki að legsteinar séu fjarlægðir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þessi garður var Kálgarður um aldamótin 18-1900. Með öllu gleymdur eftir að Hólavallagarður var gerður. Það er mjög algengt og hefur gerst alla söguna að kirkjugarðar séu fluttir. Katakomburnar í París bera t.d. Vitni um slíkt. Fornir kirkjugarðar voru grafnir upp til að rýma fyrir húsum og götum og beini husluð í neðanjarðar. 

Nærtækt dæmi, sem þú ættir að þekkja til var bygging núverandi Ísafjarðarkirkju. Þar voru tugir grafna fluttar inn í fjörð til að rýma fyrir húsinu. Engin ramakvein heyrðust þá.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.2.2019 kl. 21:13

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Um Víkurkirkju og garðinn

Víkurkirkja og kirkjugarður Svipmót Aðalstrætis breyttist lítið fyrr en undir aldamótin 1900 með því að gömlu Innréttingahúsin voru þá tekin að týna tölunni og háreistari byggingar komu í kjölfarið. Mannlíf við Aðalstræti var lengi blómlegt, en lifendur voru ekki eingöngu áberandi við götuna því þar stóð lengi kirkjugarður bæjarins ásamt Víkurkirkju. Víkurkirkju er fyrst getið í kirknatali Páls biskups Jónssonar frá því um 1200 en elsti máldagi hennar er frá árinu 1379. Kirkjan var helguð Jóhannesi postula. Gamla Víkurkirkjan stóð þar sem nú er horn Aðalstrætis og Kirkjustrætis. Hún var aflögð árið 1796 og Dómkirkjan reist í staðinn, en gamla kirkjan jöfnuð við jörðu tveimur árum seinna. Hugmyndir voru upp um að byggja hina nýju dómkirkju utan um Víkurkirkju en þegar hafist var handa við að grafa fyrir undirstöðum var komið niður á grafir þeirra sem höfðu látist úr bólusótt. Jón Sveinsson landlæknir lagðist harðlega gegn því að hreyft yrði við gröfunum vegna smithættu. Sökum þessa var ákveðið að velja hinni nýju kirkju nýjan stað fyrir utan kirkjugarðinn.22 Kirkjugarðurinn var talinn fullnýttur um aldamótin 1800, um það leyti sem gamla Víkurkirkjan við Aðalstræti var aflögð. Ætla má að jarðneskar leifar 30 kynslóða Reykvíkinga hvíli í garðinum. Reykvíkingar fengu þó ekki nýjan kirkjugarð fyrr en árið 1839 með tilkomu garðsins við Suðurgötu en fram að þeim tíma var enn notast við Víkurkirkjugarð. Upp úr 1883 var gamla kirkjugarðinum breytt í skrúðgarð að undirlagi Georgs Schierbecks landlæknis en hann fékk lóð undir íbúðarhús norðan við garðinn er varð Aðalstræti 11. Bæjarbúar voru nú ekki á eitt sáttir um að Schierbeck skyldi fá garðinn til umráða þar sem ekki voru liðin nema 40 ár síðan þar hafði síðast verið jarðsett. Haldinn var borgarafundur í mótmælaskyni en það breytti litlu. Schierbeck ræktaði ýmsar jurtir og tré í garðinum og enn standa tré sem hann gróðursetti. Hann var einn af frumkvöðlum garðyrkju og trjáræktar í Reykjavík og einn af stofnendum Hins íslenska garðyrkjufélags árið 1885. Minnisvarði um Georg Schierbeck var reistur í garðinum árið 1986 og er hann eftir Helga Gíslason.23 Aðalstræti 11 og skrúðgarður Schierbecks. 24 Á undanförnum árum hefur garðurinn verið endurskipulagður. Hann er nú að mestu hellulagður og með upphækkuðum beðum. Í garðinum stendur stytta af Skúla fógeta eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal. Skúli hefur oft verið kallaður „faðir Reykjavíkur“ en hann stofnaði Innréttingarnar sem marka upphaf þéttbýlis í Reykjavík árið 1752. Verslunarmannafélag Reykjavíkur gaf borginni styttuna árið 1954 til minningar um 100 ára frjálsa verslun á Íslandi. Eftir því sem best er vitað þá er engin samtíðarmynd til af Skúla og þurfti Guðmundur að styðjast við ímyndunaraflið og skrifaðar heimildir við gerð styttunnar. Á sínum tíma var styttan gagnrýnd fyrir klæðaburð fógetans og einnig þótti hann of herðabreiður.25 Þegar grafið var fyrir stöplinum undir styttuna var komið niður á grjóthleðslu og mótaði fyrir dyrum sem sneru til suðurs. Að öllum líkindum hefur verið um hliðardyr Víkurkirkju að ræða.26 Árið 2000 var reistur minnisvarði um Víkurkirkjugarð og Víkurkirkju í tengslum við 1000 ára Kristnitökuafmælið sama ár. Skipulagsnefnd kirkjugarðanna átti frumkvæðið og kostaði verkið en Páll Guðmundsson frá Húsafelli gerði minnisvarðan. Verkið sýnir fólk ganga til kirkju.

heimild: http://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/skyrsla_125.pdf

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.2.2019 kl. 11:52

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Á ofangreindu sést að allt rask á fyrirkomulagi garðsins hefur alltaf mætt harðri andstöðu.  Það er því fjarri lagi að garðurinn hafi gleymst eins og þú heldur fram. Það samkomulag sem nú hefur náðst breytir engu um að helgi garðsins hefur verið rofin endanlega. Ef einhver dugur væri í yfirvöldum þá myndu allir sem ábyrgð bera á grafauppgreftrinum á Landsímareitnum verða lögsóttir og fyrirskipað að koma öllu í samt horf. Það er nefnilega munur á að færa grafir eða hreinlega moka þeim í burt.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.2.2019 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband