19.2.2019 | 14:10
Lilja skar sig sjálf úr snöru Minjastofnunar
Þessa athugasemd setti ég inná bloggið hjá Ómari Ragnarssyni:
Hvað nákvæmlega reyndi Lilja?
Lilja reyndi nákvæmlega ekkert til að koma til móts við kröfuna um friðlýsingu. Það eina sem hún virðist hafa beitt sér fyrir, var að þrýsta á forstjóra Minjastofnunar um að draga skyndifriðlýsinguna til baka, og það tókst!
Eftir stendur Lindarvatn sem algerir sigurvegarar í deilunni og sem slíkir með sterka stöðu í væntanlegu skaðabótamáli.
Hvort þessi bygging verði nokkuð fjármögnuð á næstunni er svo alls óvíst. Á bak við þetta fyrirtæki standa ekki sterkir verktakar. Þetta eru ómerkilegir lóðabraskarar sem sáu sér leik á borði að hagnast með því að nota peninga annarra. Því þetta verkefni gat aldrei komist þetta langt nema af því lífeyrissjóðir lögðu til fé í gegnum Icelandair Group. Óvíst er að þaðan komi meiri peningur á næstu árum. Þessi sigur kann því að reynast sannkallaður Phyrrusar sigur.
Farsælast hefði verið að minnka þessa byggingu til muna og halda frið við nágranna og þannig hefði kannski opnast sá möguleiki að leyfa inngang frá Austurvelli.
![]() |
Lilja: „Sigur fyrir söguna“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:47 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.