Ríkisstjórn ríka fólksins

Var það ekki nokkuð fyrirsjáanlegt að Verkalýðshreyfingin mun ganga bónleið til búðar, að sækja kjaraleiðréttingar í formi breytinga á skattkerfinu til Bjarna Benediktssonar.  Sama hvað menn fabúlera um ágæti Katrínar Jakobsdóttur, þá er það Bjarni Benediktsson sem öllu ræður og hann gefur ekkert eftir, af því sem ríka fólkið hefur fengið á kostnað öreiganna.

Hvort hér muni allt loga í verkföllum veit ég ekki en hitt finnst mér líklegra að VG verði ekki vært í þessu bandalagi sérhygli og spillingar miklu lengur fyrir óánægju baklandsins.

Eftir næstu kosningar munu línur skerpast. Annars vegar munum við sjá vinstra sinnað fólk fylkjast bak við Sósíalistaflokkinn og svo hrædda fólkið þétta raðirnar bakvið Sjálfstæðisflokkinn. Frjálslyndir og miðjuflokkar munu fá minna fylgi.


mbl.is Tillögurnar langt undir væntingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband