Bjarni ekki lesinn í skattafræðum

Þetta segja helstu sérfræðingar okkar um skattastefnu ríkisstjórnarinnar og hvernig má breyta henni með millifærslum innan kerfisins og með auðlindagjöldum.

"Tekjuskattar og aðrir beinir skattar eru sá hluti opinberrar skattheimtu sem hægt er að laga að tekjum og efnahag borgaranna og láta vinna gegn tekjulegu ójafnræði óbeinna skatta. Beinir skattar eru þannig alls staðar á Vesturlöndum notaðir til að jafna tekjuskiptinguna, en það er með minna móti gert á Íslandi og hefur verið minnkandi yfir tíma. Þetta felur í sér að lækkun skatta á lágar og miðlungstekjur á ekki að velta yfir í óbeina skatta en verður að vera borin uppi af auknum sköttum á háar tekjur og fjármagnstekjur einstaklinga og fyrirtækja, lokun á leiðum til skattahagræðingar og skattasniðgöngu, stóreignasköttum og með öðrum aðgerðum í tekjuskattskerfinu. Vegna mikils fjölda í lág- og millitekjuhópunum og þess hve þunnskipaður bekkur hátekju- og stórefnafólks er munu auknar tekjur innan tekjuskattskerfisins að meðtöldum fjármagnssköttum líklega ekki nægja til að viðunandi tekjum hins opinbera verði náð. Til að brúa bilið liggur beinast við að verja til þess tekjum af sameign þjóðarinnar, það er náttúruauðlindunum. Má sem fordæmi benda á að í Noregi stendur auðlindasjóður þeirra undir hluta af útgjöldum ríkisins. Hér yrði að sækja þetta fé til þeirra sem hingað til hafa notið þeirrar vildar að nýta auðlindirnar í eigin þágu, með aukinni álagningu auðlindagjalda."

Ríkisstjórnin er semsagt tilbúin til að eyða 30 milljörðum að eigin sögn svo fremi að þeir peningar komi alls ekki frá þeim efnameiri heldur í gegnum óbeina skattheimtu.
Bjarni Ben berst líka gegn öllum hugmyndum um að efla skattaeftirlit. Þar eru vinir hans að svíkja samfélagið um tugi milljarða á ári.  Og svo heldur ríkisstjórnin að verkalýðshreyfingin gleðjist yfir þessu útspili sem er ekkert útspil til að liðka fyrir kjarasamningum. Ríkisstjórnin lifir í öðrum veruleika en við hin. Veruleika þar sem þykir eðlilegt og sjálfsagt að ríkir hirði allan arðinn en öreigarnir beri allan kostnaðinn.

En sorrý, það eru aðrir tímar. Gylfi er ekki forseti ASÍ og Stefán er ekki formaður VR. Og síðast en ekki síst þá hefur Efling fengið til liðs við sig fólk sem bæði getur og vill.

Þetta vanmetur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og verður að taka afleiðingum og axla þá ábyrgð sem af því hlýzt.


mbl.is Boða nýtt 32,94% skattþrep
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband