25.2.2019 | 15:21
Senda vinnumansalsteymið á þennan vambsíða
Uppákoman í Ármúlanum er lýsandi fyrir atvinnurekanda, sem fer illa með erlent vinnuafl. Hvernig hann lýsir uppákomunni er sönnun þess að maðurinn vill ekki að starfsfólkið njóti mannréttinda. Því er haldið að vinnu og meinað að tala við fulltrúa stéttarfélagsins, sem þau greiða félagsgjöld til af launum sínum. Að yfirmaður á vinnustað hagi sér svona lýsir bara innræti hans sem algers rudda og yfirgangsseggs, sem greinilega heldur sig hafinn yfir reglur samfélagsins. Í því sambandi er rétt að geta, að þetta er sami maðurinn og byggði við þetta hótel sitt án tilskilinna leyfa og komst upp með það. Sumir eru greinilega jafnari en aðrir og rennir stoðum undir kenningu Styrmis, að hér sé Djúpríkið grasserandi.
Það er auðvelt að setja sig í spor starfsfólksins. Ef þetta eru útlendingar þá er öruggt að það fólk lætur bjóða sér allt gegn því að halda vinnunni. Hér þarf Vinnumansalsteymið að mæta á staðinn og leggja hald á bókhald eigandans. bera það svo saman við launaseðla starfsfólksins og birta niðurstöður þeirrar rannsóknar opinberlega.
Það er grafalvarlegt mál ef atvinnurekendur komast upp með að meina fólki að taka afstöðu í vinnudeilum. Sá vambsíði þykist borga 420 þúsund fyrir ræstingar en hvað eru margar vinnustundir á bakvið þá upphæð og hvað dregur hann frá? Það er nefnilega ekki upphæð launa sem segir okkur neitt, ekki frekar en tekjusaga Katrínar og Bjarna. Kjarabaráttan núna snýst um að lifa af launum fyrir hóflega vinnu. Ekki að þurfa að þræla sér út til að eiga fyrir mat og leigu.
Segist ekki hafa meinað fólki að kjósa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:42 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.