26.2.2019 | 20:35
Endurkoma Kristjáns Arasonar í RÚV
Íþróttafréttakona RÚV, sem jafnframt er spyrill í Gettu betur, er greinilega mikill aðdáandi Kristjáns Arasonar sem frægastur er fyrir að hafa fengið milljarð að láni hjá Kaupthinking sem hann þurfti ekki að borga til baka. Alla vega tókst henni að koma nafni Kristjáns að í síðasta þætti Gettu betur og svo var hún líka með fleðuviðtal við þrjótinn í íþróttatíma RÚV rétt áðan.
Mér er misboðið því innherjasvik Þorgerðar og Kristjáns eru alls ekki gleymd.
Þess vegna ætla ég að endurbirta níðbraginn sem ég orti fyrir nokkrum árum. Þessi bragur eða ríma, rekur sögu aðdraganda hrunsins. Þegar Bjarni Ben seldi bréfin sín í Glitni og Baldur ráðuneytisstjóri seldi sín bréf í Landsbankanum og svo er rakið hvernig Kristján og Þorgerður stofna einkahlutafélagið 7 hægri utan um lánið frá Kaupþingi. Fyrir þá sem eru búnir að gleyma þá skal það rifjað upp, að Þorgerður Katrín var menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins á þeim tíma. Þess vegna hafði hún innherjaupplýsingar varðandi veika stöðu allra bankanna.
--------------------------------------------------------------------------
Til innherja alls ekki teljast
ef af Flokknum til ábyrgðar veljast
Þótt Þorgerður þætti ekki hlýðin
þá tókst henni að dáleiða lýðinn
-Sama hvað alþýðan argar
elítan alltaf sér bjargar-
Sem yfirmann íþrótta og menntar
af því að öllum það hentar
þingflokkur Þorgerði setti
og þjóðin tók andköf af létti
-Sama hvað alþýðan argar
elítan alltaf sér bjargar-
Þá var hér þjóðlíf í blóma
fólk þekkti ekki Steingrím og Dróma
Þá var hlegið og grillað í Hruna
það hljóta nú allir að muna.
-Sama hvað alþýðan argar
elítan alltaf sér bjargar-
En lofa skal dag hvern að kveldi
kænn gerðist Baldur og seldi
bréfin sín bankanum í
en Brown bar nú ábyrgð á því
-Sama hvað alþýðan argar
elítan alltaf sér bjargar-
Þá Þorgerður þurfti að fara
því gift var hún Kristjáni Ara
Það fannst engum undrunum sæta
enda áttu þau hagsmuna að gæta
-Sama hvað alþýðan argar
elítan alltaf sér bjargar-
Er læddist að Hafnfirska húmið
hjónin sér hröðuðu í rúmið
Andlega órótt í geði
enda fjárhagsleg staða í veði
-Sama hvað alþýðan argar
elítan alltaf sér bjargar-
Undir konuna settur er koddinn
Kristján vill fá sér á broddinn
Við atganginn allt fer í lakið
uppgefin leggjast á bakið
-Sama hvað alþýðan argar
elítan alltaf sér bjargar-
Þá formaður Flokksins til vara
frétt sagði Kristjáni Ara
að allt væri að fara til fjandans
-Fallvölt er frjálshyggja andans-
-Sama hvað alþýðan argar
elítan alltaf sér bjargar-
Og grípa þau verði til varna
og verjast með Einari og Bjarna
sem björguðu Engeyjar auðnum
undan nefinu á Lárusi sauðnum
-Sama hvað alþýðan argar
elítan alltaf sér bjargar-
En nú var úr vöndu að velja
verðbréfin mátti ekki selja
Græðgislán glóparnir taka
sem geta aldrei borgað til baka
-Sama hvað alþýðan argar
elítan alltaf sér bjargar-
Arðsemi bréfanna búið
bankahrun varð ekki flúið
En fléttan sem fullkomnar ránið
felst í að afskrifa lánið
-Sama hvað alþýðan argar
elítan alltaf sér bjargar-
Nú áhyggjum þeirra er að slota
enda 7 Hægri löngu gjaldþrota
En álögur væru hér lægri
ef lögsótt við gætum 7 Hægri
-Sama hvað alþýðan argar
elítan alltaf sér bjargar-
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:24 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.