Þar sem mávarnir skíta

Kristján Þór Júlíusson keppist nú við, að klára skítverkin, sem flokkurinn faldi honum.  Greinilegt er, að ráðherrann telur að farið sé að styttast í veru hans á ráðherrastóli, því hann afrekaði tvennt í sömu vikunni. Í fyrsta lagi að breyta reglugerð fyrir Kristján Loftsson og svo í öðru lagi að láta að vilja kaupmannaklíkunnar í flokknum og leyfa innflutning á ferskum kjötvörum frá Evrópusambandinu.

En Kristján Þór er ráðherra, sem skilur ekki alveg vald sitt. Hann heldur að sérhagsmunir eigi að ráða, þegar almannahagsmunir krefjast þess, að stjórnvöld taki af skarið. Þess vegna er svar hans að skipa samráðshópa hagsmunaaðila. Hagsmunaaðila sem eiga fjárhagslegra hagsmuna að gæta.  Ekki hagsmunaaðila sem eru að tala fyrir matvælaöryggi eða lýðheilsu eða umhverfisvernd.

Þess vegna finnst Kristjáni algert aukaatriði hvort hvalskurður fari fram í lokuðu rými eða undir opnum himni, þar sem mávarnir skíta í nýskorin hvalrengin í kappi við hvalskurðarmennina, sem eru að koma kjötinu í skjól. Kristján Loftsson vill gera hlutina með sínum hætti. Að vísu hefur hann kvartað undan ágengni fólks sem kemur í Hvalfjörðinn til að fylgjast með starfsstöðinni þar.  En hann vill ekki byggja yfir planið heldur vill hann reka forvitið fólk langt útfyrir sitt umráðasvæði.  Slík er frekjan í þessum fyrrum máttarstólpa þjóðfélagsins. Því það var hann svo sannarlega.  En því miður fyrir Kristján Loftsson, þá breyttist þjóðfélagið.  Nú eru hvalveiðar á svörtum lista umhverfissinna og aðeins tímaspursmál hvenær Ísland bannar þær alfarið.

Varðandi hina umdeildu ákvörðun ráðherrans um að leyfa innflutning á ferskum afurðum þá finnst mér rök vísindamanna vega þyngra en buddan í þessu máli og hefði kosið að ráðherrann hefði dregið lappirnar eins og hann gerði allan tímann sem hann var heilbrigðisráðherra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband