1-0 fyrir Eflingu

Efling hafði betur gegn samtökum atvinnulífsins fyrir Félagsdómi í dag. Þessi dómur var gríðarlega mikilvægur og setur fordæmi fyrir áframhaldi á baráttu Sólveigar Önnu fyrir bættum kjörum láglaunastétta á Íslandi. Í fyrsta sinn í meira en 30 ár eiga nú jaðarhópar verkakvenna málsvara innan verkalýðshreyfingarinnar, sem er virkilega annt um sína skjólstæðinga og er tilbúin að beita óhefðbundnum aðferðum til að knýja fram viðurkenningu á því að þessi láglaunastétt hafi í raun verið notuð af íslenzkum atvinnurekendum í fjölda ára án þess að hlusta eftir rödd þeirra sjálfra. 

Atvinnukúgun eins og sú sem SA hefur beitt er fyrirlitleg á allan máta. Þeir sem ráða yfir vinnuafli bera mikla ábyrgð gagnvart vinnuaflinu en ekki síður samfélaginu. Þeim ber skylda til að tryggja mannréttindi fólksins sem þeir ráða í vinnu oft með vinnusamningi sem gengur í bága við opinbera samninga á vinnumarkaði. Ég hef oftar en einu sinni tekið útlendinga tali sem hafa ráðið sig í skammtímastörf við þjónustu. Allir sögðust fá borgað langt undir töxtum. Ein tékknesk stúlka sem vann sumarstarf á veitingastað á Stokkseyri í fyrrasumar fékk ekki greidda yfirvinnu eða vaktaálag.  Heldur hafði henni verið boðin jafnaðarlaun upp á 1.300 krónur fyrir tímann. Byrjunarlaun samkvæmt taxta Eflingar var í mai 2015; Dagvinna kr.1363 og yfirvinna 2435. Þessi erlendi starfsmaður var þannig hlunnfarinn um stórar fjárhæðir og alls óvíst hvort vinnuveitandinn hafi staðið skil á afdregnum gjöldum. Enda er ekkert eftirlit á svæðinu með því að félagsgjöld, orlof eða skattar séu yfir höfuð greidd vegna tímabundinna ráðningasamninga sem gilda bara í fáeinar vikur.

Af þessu sést að barátta Eflingar er löngu tímabær og nauðsynleg. Og þeir sem gera lítið úr starfi Sólveigar Önnu eru að gera lítið úr íslensku atvinnulífi. Vilhjálmur Birgis hefur reynt en honum mistókst hrapallega enda er hann þessi týpíski kallpungur, sem finnst störf misfín.  Honum hefur þess vegna gengið vel að semja fyrir hálaunaverkamenn á Grundartanga en miður fyrir fiskverkakonur á Akranesi.  Fyrir Vilhjálm og hina karlfauskana í verkalýðshreyfingunni er Sólveig Anna og Drífa Snædal sannkölluð vítamínsprauta fyrir hreyfingu sem var að koðna niður í gagnvirkri hagsmunagæslu með atvinnurekendum í ávöxtun lífeyrissjóðanna.  Þannig fór fyrir Rafiðnaðarsambandinu og þannig fór fyrir Sjómannasambandinu og Starfsgreinasambandinu. 

1-0 er góður sigur á drambsömum viðsemjendum Eflingar. En þetta er bara forspilið. Nú hefst orrustan.


mbl.is Verkfall Eflingar dæmt lögmætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ef lög eru brotin á starfsmönnum leita þeir réttar síns fyrir dómstólum. Gjarna með atbeina stéttarfélaga.

Lögbrot einstaka fyrirtækja eru ekki rök fyrir því að stórskaða öll önnur fyrirtæki með ofbeldisaðgerðum.

Eða hvernig á taxtahækkun að gagnast þeim sem fá greitt langt undir taxta?

Fjögurra blaða Smárinn og fylgilið hans er ekki að berjast fyrir kjörum láglaunafólks, enda sést það á því að kröfurnar eru ekki um sérstakar hækkanir því til handa umfram aðra heldur sömu hækkun upp allan skalann. Markmið þessa pakks er það eitt að koma á upplausn í því skyni að ríkisstjórnin falli og fjögurra blaða Smárinn geti nælt sér í þægilega innivinnu á þingi í kjölfarið.

Þorsteinn Siglaugsson, 7.3.2019 kl. 16:10

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þorsteinn, mér sýnist á þessu sundurlausa rausi þínu að hausinn sé ekki alveg í lagi. Komdu rökhugsuninni í lag og þá skal ég rökræða við þig. Hvað er til dæmis fjögurra blaða smári? Ertu að meina fjögurra laufa smára eða er þetta einhver orðaleikur frá hrædda hægrinu?  Alla vegana er hvorki orðum eða hugsun eyðandi á svona tal.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 7.3.2019 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband