10.3.2019 | 15:35
Arðsemi versus launakröfur
Guðrún Hafsteinsdóttir hélt ein uppi vörnum fyrir láglaunastefnu SA í Silfrinu í dag. Ástæðan er einfaldlega sú að meirihluti þjóðarinnar vill að kjör láglaunahópa verði leiðrétt og krafan um að vinna eigi að skapa velsæld fyrir verkafólk en ekki forstjóra og fjármagnseigendur á vaxandi skilningi að mæta í þjóðfélaginu. Þó er enn langt í land að fjölmiðlar axli sína ábyrgð á að fréttaflutningur sé hlutlægur. Tildæmis er auðhyggjan innan fréttastofu RÚV enn gegnumgangandi í allri fréttaumfjöllun þeirrar hlutdrægu fréttastofu. Öllu er þar snúið uppí krónur og aura eins og það sé sá eini mælikvarði sem skiptir máli.
Nú er til dæmis ekki til sú frétt af kjarabaráttu verkalýðsins, að ekki sé klykkt út með að þjóðarbúið þoli ekki launahækkanir og verkföll muni skaða þjóðarbúið! Og á þessu klifa fréttamenn þangað til fólk fer að trúa því að verkföll séu tilræði gegn þjóðinni. Sem hver hugsandi maður veit að er bull og þvæla. SA er ekki þjóðin.Og eigendur Bláa lónsins eru ekki þjóðin. Svo hættið að rugla fólk með tilreiddum fréttaflutningi úr smiðju stóratvinnurekenda!
Undan farið gullaldartímabil í ferðaþjónustunni hefur vissulega skapað miklar tekjur fyrir þjóðarbúið en við skulum ekki rugla því saman við þann gríðarlega ábata sem þeir sem fjárfest hafa í ferðaþjónustu, hafa rakað saman. Og þegar þeir senda út skilaboð til fjölmiðla að verkföll skaði þjóðarbúið þá eru þeir að segja að gróði þeirra sjálfra muni minnka. Og um það snýst kjarabaráttan, að eigendur atvinnutækjanna skipti gróðanum réttlátlega á milli sín og verkalýðsins sem skapar hann. Þetta ætti ekki að vefjast fyrir neinum að skilja. Á meðan eigendur hótela og gistihúsa, veitingastaða og ferðaleiðsögufyrirtækja eru að greiða sjálfum sér þúsundir milljarða í arð út úr þessum fyrirtækjum þá eru verkföll fyllilega réttmæt og þjóðhagslega nauðsynleg. Að hér sé við lýði hugtak eins og arðsemiskrafa sem stjórnar allri umræðu er til marks um auðhyggjuna sem hefur grafið um sig. En arðsemi og hagvöxtur eru sammantvinnuð hugtök í biblíu þeirra sem trúa á óendanlegan hagvöxt. En verkafólk borðar ekki hagvöxt. Verkafólk þarf laun til að lifa.Og ef hagstjórnin klikkar og húsnæðiskostnaður eykst þá þurfa launin að dekka það. Svo stjórnvöld sem álíta að kjaradeilur komi þeim ekkert við ættu að hugsa það upp á nýtt.
Stjórnvöld gætu stemmt stigu við óhóflegum arðgreiðslum. Stjórnvöld geta stemmt stigu við óhóflegum leigugreiðslum og stjórnvöld eiga að nota skattkerfið til tekju og eignajöfnunar.
Eigendur Íslandshótela og Bláa Lónsins gætu greitt mannsæmandi laun með því að lækka arðgreiðslur. Ef þeir gera það ekki þá geta stjórnvöld hækkað skatta á fyrirtækin og sett arðgreiðslur í 35% skattþrep. Hvað réttlæti er í því að ferðaþjónusta sé ennþá í 11% virðisaukaþrepi? Halda menn að ferðamaður sem er rukkaður um 70 þúsund fyrir rúm á hóteli sé eitthvað að velta því fyrir sér hvort hótelið greiði 11 eða 23% í virðisauka af þeirri okurupphæð? Nei mismunurinn er hreinn gróði sem ferðaþjónustan notar sem gulrót fyrir fjárfesta eins og lífeyrissjóði. Og nú hef ég nefnt fílinn í stofunni. Lífeyrissjóðirnir eru að eyðileggja hagkerfið. Þeir eru alltof stórir og fjárfestingar þeirra hafa skapað þann eignaójöfnuð sem hefur verið að aukast síðustu 10 ár.
Þegar allt þetta er skoðað þá er ekki spurning hvort gengið verði að launakröfum verkalýðshreyfingarinnar heldur hversu fljótt það verður gert. En alæmenningur skal hafa það algerlega á hreinu að verkföll eru fyrst og fremst til þess að kalla fram réttláta skiptingu hagnaðar og minni arðsemi eigenda. Það er helvítis auðhyggjan sem skaðar þjóðfélagið mest.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Jóhannes - sem og aðrir gestir, þínir !
Þig skal ekki undra: viðhorf Guðrúnar Hafsteinsdóttur, hún kjagar 1/2 valhoppandi meðfram svindlara- og gróða og ágrindar vögnum Engeyinganna, ekki síður en systir hennar:: Aldís, svokallaður Bæjarstjóri Hveragerðis:: áður tiltölulega rólyndis pláss hér austan fjalls, sem fórnað hefur verið á altari OFUR- gróðahyggju og síngirni, sem Engeyingarnir eru farnir að iðka í Sveitastjórnum víðs vegar um landið - ekki bara: í landsmálunum.
Með réttu - nefnir þú Bláa lónið / þar steytir Grímur nokkur Sæmundsen gróða krumlur sínar, í skjóli títtnefndra Engeyinga - fjölmörg önnur dæmi, hins Grámóskulega veruleika svindls og gróðafíknar Garðabæinganna mætti nefna til viðbótar þeim, sem til umræðu eru hér, hjá þér.
Hvarvetna: þar sem eitrunar áhrifa Engeyjar ættarinar gætir, verða viðvarandi skemmdir á öllu eðlilegu mannlífi, Jóhannes minn.
Með beztu kveðjum: sem oftar, af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.3.2019 kl. 16:27
Sæll Óskar og takk fyrir þitt innlegg. Satt að segja þá held ég að Guðrún sé hin vænsta kona og ég held ekki að hugur hafi fylgt máli hjá henni. En hún gegnir þessari stöðu að vera talskona heillar atvinnugreinar sem er ekki lítil ábyrgð. Það sem skaðar mest er fjárfrekja stórfyrirtækja á kostnað lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Við þurfum heilbrigðan fyrirtækjarekstur sem hefur aðgengi að fjármagni á réttu verði. Við þurfum ekki lífeyrissjóði sem eru notaðir til að auka einokun, einhæfni og skara auð til örfárra einkafjáfesta. Íraun ætti arðsemiskrafa eingin fjár í ferðaþjónustu að vera 0%. Hagur eigendans ætti að felast í atvinnusköpun og hæfilegum hagnaði. Það eru svindlið í kringum arðgreiðaslurnar sem þarf að koma í veg fyrir. En til þess þarf að koma böndum á fjármagnsfrelsið.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.3.2019 kl. 16:49
Sæll á ný - Jóhannes !
Þér að segja Jóhannes: er það ígildi sálarsölu til Andskotans, að ganga Engeyingunum á hönd / og gildir það jafnt: á við Guðrúnu Hafsteinsdóttur, sem annað fólk, því miður.
Innan minnar eigin fjölskyldu - er að finna drengi (af yngri kynslóðinni) meira að segja, sem hafa látið glepjazt af Gylliboðum og skvaldri Bjarna Engeyings Benediktssonar STÓR- svindlara, enda forðazt þessir drengir:: með öllu, nokkur samskipti við mig, þeir leggja einfaldlega ekki í hugmyndafræðilegar atrennur við mig:: Kúómingtang liðsmanninn (Chiangs heitins Kai- shek Herstjóra á Taíwan 1887 - 1975).
Þannig að: Guðrún Hafsteinsdóttir, er viðlíka skemmd persóna, sem og Grímur Sæmundsen og aðrir áhangenda Engeyjar skólpveitunnar, fornvinur góður !
Því - er nú verr, og miður !!!
Ekki síðri kveðjur: hinum fyrri, vitaskuld /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.3.2019 kl. 17:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.