Er Icelandair að yfirtaka WOW?

Í Fréttablaðinu í dag er sagt frá því að Icelandair sé búið að taka 10 milljarða króna lán hjá innlendri fjármálastofnun og hafi veðsett 10 flugvélar til tryggingar þessu láni.  Engar frekari upplýsingar er að finna í sambandi við þessa lántöku. Í ljósi þess að Icelandair keypti í félagi við einkafjárfestinn Björgólf Jóhannesson allt hlutafé Ríkisflugfélags Grænhöfðaeyja fyrir 1 milljarð, þá hlýtur þessi lántaka að þarfnast útskýringa af hálfu stjórnar félagsins.  Ef ég ætti hlutabréf í Icelandair þá væri ég virkilega áhyggjufullur yfir svona fréttum. Ef Icelandair þarf 10 milljarða til að tryggja áframhaldandi rekstur félagsins þá er Icelandair mjög illa statt og þá myndi jafnvel ekki Gamma á Íslandi leggja þeim til fé gegn veði í 10 nýju Boeing flugvélum.  En ef á að nota þessa peninga í yfirtöku á skuldum WOW air þá gegnir öðru máli.  En þetta hlýtur að skýrast. Góðu fréttirnar eru náttúrulega þær að íslenzkir flugstjórar eru svo frábærir að jafnvel gallaðar flugvélar verða öruggar í þeirra höndum að sögn forstjórans.


mbl.is Hefur ekki áhyggjur af þotunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Auðvitað er Icelandair ekki að fara að kaupa WOW. Það eru engar líkur á að innherjar hefðu þagað yfir slíkum fréttum í 1 sólarhring hvað þá lengur. Ef Icelandair væri að fara að kaupa WOW hefðu hlutabréfin hækkað í dag um 20% í stað þess að lækka um 10%. Svo hið rétta er sennilega að Icelandair er á leið í gjaldþrot. Það væru sögulegar fréttir í íslenzku viðskiptalífi að einn maður gæti sett bæði félögin á fákeppnismarkaði á hausinn með verðstríði!  

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 11.3.2019 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband