12.3.2019 | 10:17
Mannréttindadómstóllinn klofinn
RUV lá svo mikið á, að koma höggi á Sigríði Andersen vegna niðurstöðu MDE í máli íslenskrar fyllibyttu og eiturlyfjasjúklings, að þeim láðist að geta þess, að dómurinn klofnaði í afstöðu sinni. Minnihlutinn varar beinlínis við skaðlegum fordæmisgefandi áhrifum dómsins.
Vegna þess að niðurstaðan var ekki einróma þá mun dómurinn engar afleiðingar hafa fyrir Sigríði Andersen eða Ríkisstjórnina. En ein fyllibytta er 2 milljónum ríkari, sem hún getur notað til að kaupa meiri fíkniefni og vera svo stöðvaður aftur og dæmdur aftur til refsinga í Landsrétti, af Arnfríði Einarsdóttur, sem meirihluti dómara við Mannréttindadómstólinn hefur ályktað ólöglega skipaða í það embætti. Lögin snúast nefnilega um tæknileg atriði, en ekki réttlæti og alls ekki mannréttindi. Svo þarf náttúrulega líka athyglissjúkan lögmann, Vilhjálm H.Vilhjálmsson, til að fullkomna skrípaleikinn.
Ríkið brotlegt í Landsréttarmálinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:49 | Facebook
Athugasemdir
Nú þegar fjölmiðlamönnum hefur gefist smá tóm til að kryfja dóm Mannréttindadómstóls Evrópu hefur aðeins einn fjölmiðill séð ástæðu til að rifja það upp, að það var ekki bara Sigríður Andersen, sem fór á svig við hæfismat á umsækjendum vegna skipana landsréttardómara. Það voru Alþingismenn allra flokka sem kröfðust þess af dómsmálaráðherra að matið yrði sniðgengið og konum fjölgað. Helga Vala og Þórhildur Sunna tóku þess vegna þátt í lögbrotinu og fögnuðu því að hlutur kvenna væri leiðréttur af kynbundnum ástæðum á kostnað hæfis. Við skulum hafa það á hreinu þegar RUV stígur dansinn með populistum allra flokka.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 12.3.2019 kl. 11:52
MDE var ekki að dæma um skipan dómara í Landsrétt, heldur um einstakann dóm Landsréttar og hvort viðkomandi hafi fengið þar réttláta dómsmeðferð.
Ruv er hins vegar fljótt að dæma, eins og þú bendir á Jóhannes og sumir svokallaðir þingmenn fljótir að svara kalli ruv.
Gunnar Heiðarsson, 12.3.2019 kl. 12:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.