Ég er fjölmiðlafíkill.

Ég er svona dæmigerður fjölmiðlafíkill. Fyrsta sem ég geri á morgnana, er að renna yfir allar fyrirsagnir allra miðla á Fréttagáttinni og skoða síðan hvað bloggarar hafa um málin að segja. Þetta þarf ég svo að endurtaka oft á dag og stundum líka á nóttunni þegar ég vakna upp.

Ég hef reynt allt. Ég hef farið í fjölmiðlabindindi, ég hef hætt að lesa DV og þau sorablöð öll. Ég hef sett mér reglur um, að lesa aldrei fésbókarfréttir af síðum Eiríks Jónssonar og Miðjunnar en ég hef alltaf fallið.

Og eins og allir fíklar vita þá er þetta þjáning. Sérstaklega þegar fjölmiðlar eru jafn ómerkilegir og á Íslandi. Hér eru 40 skráðir fjölmiðlar sem heyra undir eftirlit Fjölmiðlanefndar en enginn þeirra uppfyllir kröfu um hlutlæga fréttamennsku. Sumir fréttamenn komast þó nálægt því en þeir eru svo fáir og dreifðir að þeirra störf verða dæmd af vanhæfi kollega þeirra.  Þannig að fyrir okkur fjölmiðlafíklana á Íslandi er það eins og að vera fyllibytta og hafa ekkert til að drekka nema spritt og landa.

Þetta eru brot á mannréttindum. Skylduáskrift að RÚV eru brot á mannréttindum. Skipan Alþingis er brot á mannréttindum.

Hér er allt í rugli af því Alþingi tók stjórnarskrána í gíslingu. En það tala fáir um það og ekki ástæða til að búa til smellidólgafrétt á slúðurmiðlunum um slíka statusa.  Meira að segja Píratar eru hættir að minnast á stjórnarskrána. Enda hreyfingin svipur hjá sjón eftir að drottningin yfirgaf þá "samfylkingu"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband