13.3.2019 | 16:07
Flagrant fréttamennska RÚV
Ég hlustaði á hádegisfréttir RÚV í gær. Þar var útvarpað viðtali, sem Milla Ósk Magnúsdóttir tók við Sigríði Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra í beinni útsendingu. Í viðtalinu var fréttakonunni snyrtilega pakkað inn og ýmsar staðhæfingar hennar og rangtúlkanir á staðreyndum kurteislega leiðréttar. Þetta viðtal var svo dónalegt að það var ekki hæft til endurbirtingar. Í öllum seinni fréttatímum á RÚV þennan daginn, var búið að klippa það til og gera hlut fréttakonunnar ásættanlegri. Svona vinnubrögð eru flagrant að mínu áliti og ekki til þess fallin að auka traust á ríkismiðlinum. Ef menn skilja ekki hvað orðið flagrant merkir þá er það útskýrt nákvæmlega í öllum enskum orðabókum. Þar er líka sérstaklega útskýrt hvað hugtakið merkir í lögfræði.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Orðið "Ríkisfjölmiðill" hljómar á einhvern absúrd hátt sem eitthvað sem á helst heima í N- Kóreu. Ekki misskilja mig, en fréttastofa RÚV og þeir sem þar starfa eru oft á tíðum svæsnari en argasta gula pressa.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 14.3.2019 kl. 23:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.