16.3.2019 | 00:12
Hverjum er Kristján Þór nú að hygla?
Hættulegasti maður Íslands gengur laus. Og ekki nóg með að kvikindið gangi laust heldur er hann ráðherra í boði kvótagreifanna. Allt sem hann gerir er gert fyrir hagsmunaaðila, sem stjórna öllu hans lífi. Skiptir ekki máli hvern þú spyrð, allir segja að spilltari maður hafi aldrei verið kosinn á þing fyrir Sjallamafíuna. Og er þá verið að vísa til flagrant sérhagsmunagæslu.
Og nú þarf að hygla 2 innmúruðum sem vantar verkefni fyrir 2 kvótalausa báta. Sæbjúgnafrumkvöðlar eru uggandi um sinn hag. Enda eru tugir starfa í hættu hér í Þorlákshöfn fari allt á versta veg.
Hvað segir Elliði Vignisson nú? Þarf hann ekki að hringja eins og eitt símtal í formann flokksins og stöðva þessi áform. Þessi inngrip ráðuneytisins eru vond stjórnsýsla. Ef menn vilja fjölga veiðiskipum þá verður að fylgja því stærri sameiginlegur kvóti en ekki minni.
Lifibrauð 50 til 60 manna í húfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Jóhannes - sem jafnan, sem og aðrir gestir, þínir !
Hárrétt ályktun af þinni hálfu sem oftar: Jóhannes.
Þeir ágætu feðgar - Hannes Sigurðsson og Ólafur sonur hans (hjá Hafnarnesi- Veri) munu nú sjá, hvers lags óskapnað Engeyjar hluta (Garðabæingana) íslenzku Mafíunnar er við að etja.
Hinagð til: a.m.k., hafa þeir Kristján Þór Júlíusson og Elliði Vignisson verið auðmjúkir í hnjáskriði sínu fyrir Bjarna Benediktssyni og liði hans, og mætti til kraftaverka telja yrði nú einhver sérstök breyting, þar á.
Með beztu kveðjum af Suðurlandi - sem endranær /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.3.2019 kl. 22:38
kannski þeir feðgar hætti að styðja sjallana eftir svona útreið
Baldur Róbertsson (IP-tala skráð) 18.3.2019 kl. 17:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.