Færeyingar snuðaðir

Allt frá því Færeyingar sviku okkur og stilltu sér upp við hlið Norðmanna og ESB í deilunni um kvóta fyrir Ísland í makrílstofninum, þá hefur ríkt tortryggni í garð Færeyinga varðandi sameiginlega hagsmuni í nýtingu flökkustofna á Norður-Atlantshafi.

Þetta virðast Færeyingar hafa skynjað og ganga til samninga sem gefur þeim ekkert í aðra hönd en Íslendinga skiptir samningurinn gríðarlegu máli við veiðar á kolmunna, síld og makríl á þessu ári.

Færeyingar hljóta að vita að það verður engin loðnuveiði leyfð og því eru þessi 30 þúsund tonn bara tala á blaði til að friða heimamenn, sem kannski fylgjast ekki með öðru en fyrirsögnum í blöðum.  En samningurinn er góður fyrir stórútgerðina hér. Þessa 7 aðila, sem eiga allan uppsjávarkvótann og sem vill svo til, að eru líka hinir eiginlegu yfirmenn ráðherrans. 

Þegar Færeyingar fatta að við komum fram við þá eins og yfirþjóðin Danir, þá verður ekki samið aftur á þessum nótum. En Kristján fékk klapp á bakið frá Þorsteini og Binna!


mbl.is Samkomulagi náð við Færeyinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hvað með þessi 5600tonn af bolfiski sem þeir fá ? það er meira virði en 1300t af makril

Baldur Robertsson (IP-tala skráð) 18.3.2019 kl. 17:07

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Baldur, Færeyingar hafa alltaf haft heimild til að veiða bolfisk í okkar lögsögu. Ég held að magnið hafi meira að segja verið meira hér áður. Þarf samt að gúgla það áður en ég fullyrði nokkuð.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.3.2019 kl. 18:16

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

https://www.mbl.is/200milur/frettir/2018/01/29/samningar_nadst_vid_faereyinga/

Þessi samningur er bara framlenging á eldri samningum fyrir utan þessi 30 þúsund af loðnu, sem eru ekki til og verða því aldrei veidd.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.3.2019 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband