19.3.2019 | 11:30
Því hefur þú þá svikið mig?
Úr Mósebók
En Laban átti tvær dætur. Hét hin eldri Lea, en Rakel hin yngri.
Og Lea var daufeygð, en Rakel var bæði vel vaxin og fríð sýnum.
Og Jakob elskaði Rakel og sagði: "Ég vil þjóna þér í sjö ár fyrir Rakel, yngri dóttur þína."
Laban svaraði: "Betra er að ég gefi þér hana en að ég gefi hana öðrum manni. Ver þú kyrr hjá mér."
Síðan vann Jakob fyrir Rakel í sjö ár, og þótti honum sem fáir dagar væru, sakir ástar þeirrar, er hann bar til hennar.
Og Jakob sagði við Laban: "Fá mér nú konu mína, því að minn ákveðni tími er liðinn, að ég megi ganga inn til hennar."
Þá bauð Laban til sín öllum mönnum í þeim stað og hélt veislu.
En um kveldið tók hann Leu dóttur sína og leiddi hana inn til hans, og hann gekk í sæng með henni.
Og Laban fékk henni Silpu ambátt sína, að hún væri þerna Leu dóttur hans.
En um morguninn, sjá, þá var það Lea. Og hann sagði við Laban: "Hví hefir þú gjört mér þetta? Hefi ég ekki unnið hjá þér fyrir Rakel? Hví hefir þú þá svikið mig?"
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Fyrir þá sem skilja ekki samhengið þá er þetta tilvísun í 7 ára leigusamninginn, sem Leiguokurfélagið Alma ætlar að bjóða þeim sem vilja þræla sér út til að Alma hagnist. Alma er semsagt Laban í sögunni. En við vitum samt ekki hvernig Alma muni efna samninginn.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.3.2019 kl. 11:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.