Sjóprófið vegna Covid veikindanna á Júlíusi Geirmundssyni

EinarValur_vb.is_Mér finnst ekki hafa komið nægilega vel fram í fjölmiðlum, að sjóprófið, sem haldið var í gær vegna veikindanna um borð í Júlíusi Geirmundssyni var ekki réttarhöld. Sjópróf er bara gagnaöflun. Eða eins og fram kemur á vefnum sjorettur.is :

"Til skamms tíma var skylt að halda sjópróf fyrir héraðsdómi vegna slysa á sjó. Þessi skylda hefur nú verið numin úr lögum. Sjópróf eru hins vegar haldin ef þess er krafist. Samkvæmt 220. gr. sigll. geta tilteknir aðilar krafist þess að sjópróf verði haldið, m.a. sá sem orðið hefur fyrir tjóni við slys á sjó. Tilgangur sjóprófs er m.a. sá að leiða í ljós orsakir viðkomandi atburðar og aðrar staðreyndir sem máli skipta um hugsanlega skaðabótaábyrgð útgerðarmanns eða annarra, sbr. 221. gr. sigll. Teknar eru skýrslur fyrir dómi af öllum sem upplýsingar geta gefið um viðkomandi atburð og að nokkru leyti safnað gögnum sem máli skipta. Þeim sem eru vitni að slysi eða óhappi er skylt að mæta til sjóprófs og gefa þar skýrslu að viðlagðri vitnaábyrgð. Annað úrræði stendur tjónþolum til boða, sem ekki er ólíkt sjóprófi. Það er að krefjast vitnaleiðslna fyrir héraðsdómi, sbr. 2. mgr. 77. gr. laga nr. 91/1991, en þá er unnt að kveðja hvern þann sem kann að gefa upplýsingar um atvik til að mæta fyrir dóm og gefa skýrslu"

Nú þegar sjóprófin eru yfirstaðin geta málsaðilar ákveðið næstu skref.  Saksóknari getur ákveðið að kæra skipstjórann og skipverjar geta sótt skaðabætur til útgerðarinnar. Mér finnst nauðsynlegt að hvort tveggja verði gert. Ef ekki bara sem víti til varnaðar, að þetta sem gerðist þarna fyrir vestan gerist aldrei aftur.  En á því er rík hætta meðan útgerðarmenn stjórna öllu í þessu gjörspillta landi. Ekki bara fyrirtækjunum sínum, heldur líka sveitastjórnum, alþingi og ríkisstjórn. All er þetta háð eigendavaldi stórútgerðamanna sem halda þjóðinni í þrælsótta atvinnukúgunar.  Sjóprófið á Ísafirði staðfesti það!


mbl.is Skipverjar glími enn við eftirköst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband