Tökum upp harðstjórn í fangelsismálum

prison.jpgStefna stjórnvalda í fangelsismálum er byggð á óraunhæfum hugmyndum um að það sé hlutverk ríkisins að gera afbrotamenn að betri borgurum. Þetta er mikill misskilningur. Fangelsun á að vera refsing og dómar eiga að vera svo þungir að þeir hafi forvarnargildi í sjálfu sér. Núna er fangelsisvist góð afslöppun í slæmum félagsskap en engin refsing. Menn fá jafnvel frí úr fangelsinu svona eins og heimavistarkrakkar sem fá að fara heim um helgar.  þetta er bara lúxus. Og ekki er verið að íþyngja föngum með vinnu, öðru nær þá fá þeir að slaka á og stunda líkamsrækt, stunda nám og jafnvel fara á netið. Sumir hafa meira að segja gerst listamenn og hoggið út skúlptúra í grjót. En allir koma þeir jafn forhertir út þrátt fyrir alla betrunina. Hér þarf að breyta um stefnu. Og af hverju ekki að nota tækifærið og einkavæða fangelsin?  Fyrst við gátum einkavætt hraðbraut til stúdentsprófs því þá ekki að einkavæða fangelsin á Íslandi. Sama væri mér þótt rekstraraðili tæki ótæpilegan arð út úr þeim rekstri svo fremi að öryggisþátturinn skertist ekki. Ýmsar leiðir er hægt að fara í slíkri einkavæðingu. En það er öruggt að kostnaðurinn fyrir skattgreiðendur mundi minnka og framboð fangelsisrýma væri alltaf nægilegt. Fyrirsögn þessarar færslu er sótt í spakmæli frá múslimum sem segja að betri sé harðstjórn í 100 ár, heldur en óstjórn í 1 dag.

Á Íslandi hefur verið óstjórn í mörg ár


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hurru manni!! sjáðu bara USA og þeirra snildar fangelsiskerfi.....  það á ekki að henda mönnum í búr eins og skepnu , skiptir engu hvort búrið sé ræsi eða fimm stjörnu, og ættlast til þess að menn læri eða hljóti betrun af því......

virðing er áunnin ekki fyrirskipuð 

GunniH (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband