Lágkúra Margrétar Gauju

http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/nemandi-margretar-lest-a-kosninganott-allt-annad-er-smaatridi?pressandate=20111214

Ekki furða þótt kjósendur hafni svona fólki sem sér ekkert athugavert við að notfæra sér persónulega harmleiki annarra í eigin athyglissýkiþörf.

Svei!


Kjararáð taki upp fasta krónutöluhækkun

Það er ekkert í lögum sem segir að launakjör æðstu embættismanna, sem heyra undir kjararáð skuli hækka hlutfallslega til jafns við aðrar stéttir. Þess vegna held ég að það sé löngu tímabært að taka upp fasta krónutöluhækkun á laun umfram 800 hundruð þúsund á mánuði.  800 þúsund er sanngjarnt viðmið því það eru um það bil þreföld lágmarkslaun sem fólk á lægstu töxtum og bótaþegar verða að sætta sig við. Þessi fasta upphæð yrði svo reiknuð út frá samningslaunahækkunum sem fólk með 750-799 þúsund fær í gegnum sínar kjarabætur. Gerum ráð fyrir að þessi laun hafi hækkað um 20%, þá hækki nú  laun forseta, dómara, ráðherra og alþingismanna um 150 þúsund í stað 500 þúsunda.

Ekki veit ég hvort kjarasamningar á almennum vinnumarkaði eru uppsegjanlegir við svona græðgilaunabætur en auðvitað ætti hér allt að fara upp í loft. Svona mismunun gengur ekki og alls ekki ef aðrir hópar fara af stað með sömu kröfur og þessum toppum hefur verið útdeilt af almannafé.  Þjóðfélagið færi á hliðina og ríkissjóður gæti ekki staðið undir slíkum útgjöldum.  Þetta hljóta allir að sjá og taka til endurskoðunar sem málið varðar.

Kjararáð hefur verið gert afturreka með úrskurði sína áður og nauðsynlegt að gæslumaður ríkissjóðs tjái sig um þennan skandal.  Best væri að reka alla þá sem nú skipa þetta ráð og leggja það niður hið snarasta.  Enda engin þörf fyrir dólgahátt ef reglum yrði breytt til samræmis við mínar tillögur.


mbl.is Laun forseta hækka um hálfa milljón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin er ónýtt vörumerki

Ef Oddný heldur að Samfylkingin eigi sér viðreisnar von í hugum kjósenda þá er það ein skýringin á þeirri útreið sem flokkurinn hennar fékk í þessum kosningum.  Það virðist öllum ljóst nema forystufólki Samfylkingar og hinum föllnu þingmönnum, að skýringin á óförum þessa flokks liggur í aðkomu hans að ríkisstjórnum tengdum hruninu og sérstaklega frammistöðu þeirra í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Þótt þeim sjálfum finnist það ranglátt að vera refsað fyrir erfiðar ákvarðanir í eftirmálum hrunsins þá einfaldlega var pólitísk forysta Jóhönnu Sigurðardóttur veik og hvorki skeytt um hag lands né þjóðar. Margir fengu á tilfinninguna að Samfylkingunni væri hreinlega illa við landsmenn og vildi frekar þóknast fyrirfólki í Brussell en íslenskum brotaþolum bankaræningjanna.  Slíkur var málflutningur Össurar Skarphéðinssonar og Árna Páls, sem hlutu loksins þau háðulegu örlög að vera fjarlægðir í krafti valds kjósenda. Því þetta fólk þekkti ekki sinn vitjunartíma.  Ekki frekar en Davíð Oddson,  sem ætíð hefur neitað að viðurkenna sína ábyrgð af hruninu í embætti seðlabankastjóra.

Allt tal um endurskoðun á stefnu Samfylkingar er ótímabært.  Það var ekki stefnan sem brást heldur fólkið sem stýrði flokknum og sem sat á Alþingi í umboði flokksins!  Þess vegna á Oddný að gera eins og Björgvin G, segja af sér embætti og leggja til að Samfylkingin verði tekin til pólitískra gjaldþrotaskipta.  Í kjölfarið væri hægt að endurvekja Alþýðuflokkinn og fá til þess einlægt hugsjónafólk en ekki tungulipra loddara. 

En svo væri líka hægt að lifa án þess að hafa hér sósialískan jafnaðarmannaflokk. ASÍ hefur löngu svikið stefnuna og þess vegna engin réttlæting lengur fyrir pólitísku baklandi vinstri sinnaðs stjórnmálaflokks. Nýja Ísland vill taka afstöðu til málefna sem byggir á upplýstri afstöðu hverju sinni en ekki beygja sig undir flokkaræði gamla Íslands. Það er sá lærdómur sem draga má af pólitískum umhleypingum síðustu ára.  Hvort Oddný skynjar það eða ekki skiptir engu máli í stóra samhenginu. Endalok Samfylkingar eru staðreynd sem ekki verður breytt.

 


mbl.is Kallar á endurskoðun á stefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Benedikt verður forsætisráðherra

Úrslit kosninganna útilokar annað en myndun ríkisstjórnar undir forystu Benedikts Jóhannessonar. Og hann mun taka frænda litla með og láta hann tækla sérhagsmunina áfram í efnahagsráðuneytinu. Hvort þeir svo velja að taka Sigurð Inga uppí eða Óttarr Proppé er eina óvissan á næstu dögum.  Flestir munu láta sér þetta vel líka, ánægðir með sína brauðmola úr hendi Engeyjarættarinnar. Hvort sem um öryrkja eða útgerðarmenn er að ræða.

Með þessum kosningum lýkur vonandi þeim pólitísku átökum sem einkennt hafa störf Alþingis síðustu 8 ár. Stjórnarandstaðan verður varla vígreif í ljósi þessara úrslita. Minnkandi kjörsókn og áhugaleysi almennings fyrir kerfisbreytingum eru ekki beinlínis hvetjandi fyrir Pírata og Vinstri Græna. En vissulega verður þörf fyrir öfluga stjórnarandstöðu á Alþingi ef spá mín gengur eftir.  Þar mun reyna á heilindi Katrínar og Birgittu.


mbl.is Eðlilegt að Viðreisn fái umboðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vantar bætta löggjöf en ekki sýnileika

Eina breytingin sem ég held að verði hjá Neytendasamtökunum undir forystu Ólafs Arnarsonar, er að nú verða samtökin pólitískt trampólín fyrir wannabe pólitíkusa í stað hins verndaða vinnustaðar sem Jóhannes Gunnarsson gerði þau að. Skrítið að öll þau kvörtunarefni sem inná borð Neytendasamtaka koma, væru óþörf ef réttur neytenda væri tryggður í lögum eins og gert er hjá öðrum siðmenntuðum þjóðum. Hér er engin neytendavernd (ekki frekar en tryggingavernd!) Ef svo væri þá væri ekki þetta skefjalausa okur og misneyting látin afskiptalaus hjá bönkunum og smálánafyrirtækjunum og tryggingafyrirtækjunum og greiðslukortafyrirtækjunum og öllum þessum afætum sem starfa í skjóli fjármálaiðnaðarins. Til hvers að leyfa fyrirtæki eins og Auðkenni að starfa hér í skjóli ríkisins?  Og svo ætlar nýr formaður að gefa okkur app! Hver skyldi svo hagnast á því í formi auglýsingasölu? Nei hér þarf akki fleiri öpp.  Hér þarf bara viðhorfsbreytingu og upplýsingu til almennings um, að neytendaréttur verður aðeins tryggður með víðtækri lagasetningu, sem tekur á því gegndarlausa okri sem hingað til hefur verið óheft.  Hvernig væri að siðbótaröfl allra flokka settu nú þetta þjóðþrifamál á dagskrá og hættu að rífast um vexti og verðtryggingu og gjaldmiðla....


mbl.is Vaxtaokrið áþján íslenskra heimila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband