Hráskinnsleikur Sigurðar Inga

Hlutverkaleikur er þekkt form þegar þarf að búa til ádeilu. Ágústa Eva fullkomnaði það form í hlutverki Silvíu Nætur. En Sigurður Ingi er enginn Silvía Nótt. Hann er bara subbulegur neftóbakskall sem fer í hlutverkaleik til að komast hjá að axla ábyrgð, sem ráðherra. Það er ekki hlutverkaleikur.  Það er hráskinnsleikur og er illa þokkað af öllum.

Þegar Jón Gunnarsson ræddi um flutning virkjunarkosta úr bið í nýtingu við Sigurð Inga, þá var hann að tala við Sigurð Inga atvinnuvegaráðherra en ekki Sigurð Inga umhverfisráðherra. Umhverfisráðherrann kom því af fjöllum þegar hann var spurður út í málið. Ekki einu sinni fyndið

Sama leik leikur hann núna gagnvart starfsmönnum Fiskistofu. Á meðan fólk bíður eftir viðtali við sjávarútvegsráðherrann Sigurð Inga, mun hann verða önnum kafinn í umhverfisráðuneytinu. Honum koma ákvarðanir Sigurðar Inga, sjávarútvegsráðherra ekkert við. Þess vegna á maðurinn að segja af sér.  Svona valdakalla viljum við ekki í ríkisstjórn. Kalla sem gefa skít í fólkið


mbl.is Fólkið getur ekki beðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forystukreppa í Sjálfstæðisflokknum

Ef einhver hefur haldið að Sjálfstæðisflokkurinn hafi náð vopnum sínum eftir hrun, er það alger misskilningur.  Hann er enn með allt niður um sig vegna þess að forystan er ekki traustsins verð. Varaformaðurinn á þar stóra sök en formaðurinn ekki síðri. Og þingmannahópurinn hagar sér eins og fársjúk börn alkóhólista. Þetta er óviðunandi ástand hjá stærsta stjórnmálaflokki landsins.  Bjarni Benediktsson hefði betur stigið til hliðar fyrir síðustu kosningar. Hann hefur aldrei hreinsað sig af ásökunum um að hafa hagnýtt sér innherjavitneskju til að bjarga sér og sínum í aðdraganda bankahrunsins. Og hvernig hann hefur notað völd sín sem ráðherra til að skipa í pólitísk embætti, stjórnir og ráð vekja aftur upp umræðuna um viðskiptin með Sjóvárbréfin og Glitni.

Salan á Borgun minnir óþægilega mikið á söluna á VÍS út úr ríkisbankanum á sínum tíma. Þegar Bjarni hættir í pólitík, verður hann þá næsti forstjóri Borgunar?

Það verður spennandi að fylgjast með viðbrögðum grasrótarinnar á næstu vikum. Svona staða eins og nú hefur myndast varðandi báða formenn flokksins, er fordæmalaus og menn þurfa tíma til að vinna úr henni. Næsti landsfundur Sjálfstæðismanna verður spennandi.  Ég spái miklum innanflokksátökum í stuttbuxnadeildinni í vetur.  Útspil Jóns Gunnarssonar verður að skoðast eins og þjófstart í þeirri keppni.


Tækifæri fyrir tækninörd

Það er fátt meira pirrandi en bíða eftir strætisvagni sem kemur aldrei.  Ég hef lent í því oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Þess vegna hlýtur að vera hægt að auka gæði þjónustu með betri upplýsingagjöf. Þau skref sem hafa verið stigin með strætóappinu og rauntímakortinu á netinu eru góð skref en ekki nóg. Það eru svo margir sem ekki geta hagnýtt sér smarttæknina í snjallsímunum. Hins vegar væri hægt að nettengja sjálf biðskýlin og upplýsingatöflur vagnanna. Þá væri hægt að hugsa sér ljósastýringar með tölvustýrðum perum sem segðu til um ferðir vagnanna.

Rautt myndi þá þýða ekki í akstri. (Til dæmis margar ferðir um helgar og svo vegna bilana eða veðurs) Gult gæti merkt seinkun og grænt á áætlun.

Tæknin er til.  Vantar bara snjalla ódýra útfærslu. Og vilja hjá stjórn Strætó BS.


mbl.is Farþegar ósáttir við ákvörðun Strætó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband