Forystukreppa í Sjálfstæðisflokknum

Ef einhver hefur haldið að Sjálfstæðisflokkurinn hafi náð vopnum sínum eftir hrun, er það alger misskilningur.  Hann er enn með allt niður um sig vegna þess að forystan er ekki traustsins verð. Varaformaðurinn á þar stóra sök en formaðurinn ekki síðri. Og þingmannahópurinn hagar sér eins og fársjúk börn alkóhólista. Þetta er óviðunandi ástand hjá stærsta stjórnmálaflokki landsins.  Bjarni Benediktsson hefði betur stigið til hliðar fyrir síðustu kosningar. Hann hefur aldrei hreinsað sig af ásökunum um að hafa hagnýtt sér innherjavitneskju til að bjarga sér og sínum í aðdraganda bankahrunsins. Og hvernig hann hefur notað völd sín sem ráðherra til að skipa í pólitísk embætti, stjórnir og ráð vekja aftur upp umræðuna um viðskiptin með Sjóvárbréfin og Glitni.

Salan á Borgun minnir óþægilega mikið á söluna á VÍS út úr ríkisbankanum á sínum tíma. Þegar Bjarni hættir í pólitík, verður hann þá næsti forstjóri Borgunar?

Það verður spennandi að fylgjast með viðbrögðum grasrótarinnar á næstu vikum. Svona staða eins og nú hefur myndast varðandi báða formenn flokksins, er fordæmalaus og menn þurfa tíma til að vinna úr henni. Næsti landsfundur Sjálfstæðismanna verður spennandi.  Ég spái miklum innanflokksátökum í stuttbuxnadeildinni í vetur.  Útspil Jóns Gunnarssonar verður að skoðast eins og þjófstart í þeirri keppni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband