Álitssalar takast á

Ef Egill sinn upphefur vönd
íhaldið reist fær ei rönd
Og Davíð þess geldur
að um pennann hans heldur
útgerðar auðvaldsins hönd

En Egils er álitið falt
því Eyjunni seldi það allt
Þó breyti í boðun
Bingi hans skoðun
á hann þú trúa ei skalt!

 


Góða fólkið fær í skóinn

Þótt sumir eigi í orðastað
og aðrir bjöllu klingi
er einn sem ætti aldrei að
opna munn á þingi

jon_gunn

 

 

 

 

 

 

 

Brátt þreytast munu þingmenn á
að þæfa sama málið
því ausulausir ekki ná
að eta súpukálið

Við sjónar þekkjum þetta spil
sem þingmennirnir setja á svið
Í beinni en ekki bakatil
bræðilaust svo semja frið

Og átakalaust enda þrefið
svo ekki verði á því töf
að Albanina geti gefið
Góðu fólki í jólagjöf


RÚV í ruglinu

Helzta vígi góða fólksins er innan RÚV.  Nánar tiltekið á fréttastofunni. Þar þrífst tilfinningaklámkenndur fréttaflutningur sem á ekkert skylt við heiðarlega fréttamennsku. Flóttamannaumfjöllun RÚVara er lýsandi fyrir hlutdrægni sem er beinlínis ætlað að móta almenningsálitið. Áróðurstækni felst í því að nýta sér veikleika almennings, finna veiku blettina og höfða til tilfinninga frekar en dómgreindar.  Þetta kunna fréttamenn RÚV að nýta sér til að skapa óróa og koma höggi á "óvinveitta" ráðamenn.  Þetta er ekki eðli fjórða valdsins heldur beinhörð flokkspólitík, sem á ekki og má ekki þrífast innan veggja ríkisrekins fjölmiðils.  Útvarpsstjóri hlýtur að láta málið til sín taka og setja sína fólki starfsreglur fyrst það getur ekki gert það sjálft.

Fréttastofan á ekki að gera út á tilfinningalegt ójafnvægi fólks í leit að sjálfsupphafningu. Þegar rugludallar eru farnir að viðra hugmyndir um umboðsmenn flóttamanna og jafnvel stinga upp á því í fúlustu alvöru að sækja brottvísaða flóttamenn þá er þetta orðið grín án jóks.

Við megum ekki láta "Góða fólkið" afvegaleiða umræðuna.  Einbeitum okkur að flóttamannahjálp og flóttamannaneyð.  En viðurkennum að við getum ekki hjálpað öllum langveikum börnum í heiminum,  ekki einu sinni okkar eigin!  Og það er mikilvægt að þessar reglur séu ekki háðar geðþótta ráðamanna hverju sinni hvað svo sem góða fólkinu finnst.


Góða fólkið gengur af göflunum ...aftur

Málefni flóttafólks og hælisleitenda hafa verið áberandi í umfjöllun fjölmiðla undanfarið. En umfjöllunin hefur því miður verið mjög einhliða og byggst á tilfinningarökum en forðast að fjalla um getu íslenzks þjóðfélags til að taka við öllum þeim útlendingum sem hingað leita. Sem er lýsandi fyrir hið tvöfalda siðgæði sem einkennir góða fólkið umfram aðra. Fólkið sem þiggur lífsviðurværi af því sama kerfi sem það ræðst svo á í geðshræringum fésbókarstatusa sinna eigin og annarra.

Útlendingastofnun er hluti af kerfinu sem við höfum komið á fót og berum öll ábyrgð á. Forstjóri útlendingastofnunar starfar samkvæmt lögum og reglum sem honum er sett. Forstjórinn og starfsmenn hans hafa ekkert umboð eða svigrúm til tilfinningasemi. Þetta eigum við að skilja og virða.

Albanska flóttafólkið kom hingað undir fölsku yfirskyni. Það er niðurstaða Útlendingastofnunar sem nota bene þessir hælisleitendur sætta sig við.  Hvers vegna er þá góða fólkið að ganga af göflunum?  Er virkilega ekkert annað til að hneikslast yfir en lögmætir úrskurðir starfsmanna útlendingastofnunar?

Og að ráðast að Ólöfu Nordal vegna þessa máls er eins ómálefnalegt og það getur verið.  Eru menn búnir að gleyma Hönnu Birnu málinu?  En það er þetta með tvöfalda siðgæðið......


mbl.is Krefjast afsagnar Ólafar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðni skipar, Ólafur hlýðir

Nær væri að svipta þessa bankaræningja ríkisfangi.


mbl.is Sviptur rétti til að bera orðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband