RÚV í ruglinu

Helzta vígi góða fólksins er innan RÚV.  Nánar tiltekið á fréttastofunni. Þar þrífst tilfinningaklámkenndur fréttaflutningur sem á ekkert skylt við heiðarlega fréttamennsku. Flóttamannaumfjöllun RÚVara er lýsandi fyrir hlutdrægni sem er beinlínis ætlað að móta almenningsálitið. Áróðurstækni felst í því að nýta sér veikleika almennings, finna veiku blettina og höfða til tilfinninga frekar en dómgreindar.  Þetta kunna fréttamenn RÚV að nýta sér til að skapa óróa og koma höggi á "óvinveitta" ráðamenn.  Þetta er ekki eðli fjórða valdsins heldur beinhörð flokkspólitík, sem á ekki og má ekki þrífast innan veggja ríkisrekins fjölmiðils.  Útvarpsstjóri hlýtur að láta málið til sín taka og setja sína fólki starfsreglur fyrst það getur ekki gert það sjálft.

Fréttastofan á ekki að gera út á tilfinningalegt ójafnvægi fólks í leit að sjálfsupphafningu. Þegar rugludallar eru farnir að viðra hugmyndir um umboðsmenn flóttamanna og jafnvel stinga upp á því í fúlustu alvöru að sækja brottvísaða flóttamenn þá er þetta orðið grín án jóks.

Við megum ekki láta "Góða fólkið" afvegaleiða umræðuna.  Einbeitum okkur að flóttamannahjálp og flóttamannaneyð.  En viðurkennum að við getum ekki hjálpað öllum langveikum börnum í heiminum,  ekki einu sinni okkar eigin!  Og það er mikilvægt að þessar reglur séu ekki háðar geðþótta ráðamanna hverju sinni hvað svo sem góða fólkinu finnst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

VILL ÞETTA SAMA FÓLK EKKI UMBOÐSMANN ´'ISLENSKRA SJÚKLINGA- GAMALMENNA OG ÖRYRKJA ??? OG VEIKRA BARNA Á ISLANDI ???? HVAÐ ER AÐ HER  '''?

Erla Magna Alexandersdóttir, 12.12.2015 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband