28.2.2014 | 19:37
Umboðið hans Illuga
Eina sem Illugi hefur fram að færa í launadeilu kennara er, að hann ætlar að stytta framhaldsskólanámið niður í 3 ár. Þannig segist hann skapa svigrúm til að hækka laun kennara. Þetta finnst mér ekki ganga upp og greinilegt að kennarar gefa ekkert fyrir þetta innlegg. Þótt námið verði stytt þá fækkar ekkert kennurunum og útgjöld ríkisins lækka ekki. Það eina sem vinnst er að Ísland getur leiðrétt samanburð milli landa með kostnaði á nemenda. Það hefur ekkert að gera með þá staðreynd að menntakerfið er fjársvelt. Menn ættu að bera stöðuna þar saman við stöðuna sem heilbrigðiskerfið var komið í vegna fjársveltis og fara að bretta upp ermar og skera upp í skólamálunum. Fækka háskólum og námsframboði og auka kröfur verulega til æðra náms og kennslu á háskólastigi. Það ætti að vera forgangsverk í menntamálaráðuneytinu en ekki hraðbrautavæðing framhaldsskólanna.
Eins þarf að endurskoða leikskólann. Aðskilja hann frá skólakerfinu og segja upp öllum þessum rándýru leikskólakennurum. Litlu börnin eiga ekki að byrja svona snemma í skipulögðu námi. Breytum aftur til fyrra horfs og spörum ríkinu umtalsverðan kostnað. Þann sparnað má nota til að hækka laun í grunn og framhaldsskólum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2014 | 06:15
Þorsteinn Pálsson tók jóðsótt
Margir biðu eflaust spenntir eftir viðtali Mikaels Torfasonar við Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, í þættinum Mín Skoðun á Stöð 2 í gær. Sérstaklega í ljósi hástemmdra orða Þorsteins um brostnar vonir og önnur svikabrigsl. En vonbrigðin urðu mikil. Í stað herskás hugsjónamanns, birtist okkur kjökrandi gamalmenni. Af hverju þessi sinnaskipti? Maður sem blæs í herlúðra segist vera tilbúinn í orrustu. En Þorstein brast kjark og Heimssýnarklíkan fagnar sigri án bardaga.
Verður þetta niðurstaðan eða finnast enn menn orða sinna í Sjálfstæðisflokknum. Kannski verða tíðindi af fundinum í Valhöll í dag. Það verður einhvern veginn að sætta Evrópusinna við viðsnúning formannsins. Ef ekki geta þeir ekki annað en klofið sig úr flokknum. En ekki undir forystu Þorsteins Pálssonar. Hann stimplaði sig endanlega út úr pólitíkinni í gær.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2014 | 05:50
Nú gjöldum vér lausung við lygi
Stjórnvöld sem fara á undan með slæmu fordæmi bjóða upp á óstöðugt ástand. Heimskir og hrokafullir ráðherrar eru oftast púðrið sem kveikir eldana. Nú þarf forsætisráðherra að staldra við og endurmeta stöðuna. Og þá myndi nú ekki saka að hann rifjaði upp hina fornu speki Hávamála.
5.
Vits er þörf
þeim er víða ratar.
Dælt er heima hvað.
Að augabragði verður
sá er ekki kann
og með snotrum situr.
17.
Kópir afglapi
er til kynnis kemur,
þylst hann um eða þrumir
Allt er senn,
ef hann sylg um getur,
uppi er þá geð guma.
18.
Sá einn veit
er víða ratar
og hefir fjöld um farið
hverju geði
stýrir gumna hver,
sá er vitandi er vits.
24.
Ósnotur maður
hyggur sér alla vera
viðhlæjendur vini.
Hitt-ki hann finnur,
þótt þeir um hann fár lesi,
ef hann með snotrum situr.
31.
Fróður þykist
sá er flótta tekur,
gestur að gest hæðinn.
Veit-a gjörla
sá er um verði glissir,
þótt hann með grömum glami.
31.
Fróður þykist
sá er flótta tekur,
gestur að gest hæðinn.
Veit-a gjörla
sá er um verði glissir,
þótt hann með grömum glami.
45.
Ef þú átt annan,
þann er þú illa trúir,
viltu af honum þó gott geta,
fagurt skaltu við þann mæla
en flátt hyggja
og gjalda lausung við lygi.
53.
Lítilla sanda
lítilla sæva
lítil eru geð guma.
Því að allir menn
urðu-t jafnspakir:
Hálf er öld hvar.
62.
Snapir og gnapir,
er til sævar kemur,
örn á aldinn mar:
Svo er maður
er með mörgum kemur
og á formælendur fáa.
64.
Ríki sitt
skyli ráðsnotra hver
í hófi hafa.
Þá hann það finnur
er með fræknum kemur
að engi er einna hvatastur.
77.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
Eg veit einn
að aldrei deyr:
dómur um dauðan hvern.
Heimild og orðskýringar má finna hér
23.2.2014 | 10:40
"Stærstu svik sem gerð hafa verið í íslenskum stjórnmálum"
Stærstu svik sem gerð hafa verið í íslenskum stjórnmálum
Það er fáheyrt að heyra jafn stór orð sem jafn lítil innistæða er fyrir, höfð eftir jafn málsmetandi manni og Þorsteinn Pálsson hefur gefið sig út fyrir að vera. Hvað er það sem Þorsteinn er í raun að ýja að? Er hann búinn að gleyma svikum Jóhönnu og Steingríms varðandi innköllun aflaheimilda og endurbætur á stjórnarskránni?
Það voru raunveruleg svik.
Að ætla að hætta við áform um VARANLEGT FRAMSAL FULLVELDIS LANDSINS ERU EKKI SVIK HELDUR GRUNDVALLARSKYLDA RÍKISSTJÓRNARINNAR.
Við eigum að stefna í allt aðra átt en miðstýring ESB býður upp á. Við eigum að gera breytingar á fulltrúalýðræðinu með fleiri þjóðaratkvæðagreiðslum, auka íbúalýðræði og auka aðhald með störfum stjórnmálamanna með kröfu um opna stjórnsýslu og fullkomið gagnsæi. Ekki fleiri lekamál, aldrei aftur hvalabjór, enga náðun fyrir sakamenn og enga vinavæðingu í ríkisrekstrinum. Það eru verðug markmið að stefna að í stað þess að eyða tíma og orku í að rífast um orðinn hlut. Þjóðin vill ekki ganga í ESB! Hefði samt hugsanlega samþykkt það í þjóðaratkvæðagreiðslu 2009. Þá þorðu ESB sinnar í ríkisstjórn ekki að leyfa þjóðinni að ráða. En nú má hún ráða þegar engir aðrir kostir eru í stöðunni en gefa málið upp á bátinn. Að viðurkenna að málið sé tapað vegna eigin klaufaskapar væri ábyrgt en sýta orðinn hlut er háttur lúsera.
Deal with it Þorsteinn og Árni!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2014 | 01:37
Er vandamálið of fáir prestar?
Góssi kirkjunnar var skilað með samningum við ríkið árið 1997. Með þeim samningum var ekki verið að viðurkenna eignarrétt kirkjunnar per se, heldur að ljúka máli á viðunandi hátt. Með þeim samningum tók ríkið að sér að tryggja laun presta og sjálfstæði kirkjunnar sem stofnunar. Kirkjan varð þannig eins og landbúnaðurinn rekin á eigin forsendum en á ábyrgð ríkisins. En tímarnir breytast og prestarnir með. Vegna viðvarandi siðferðisbrests meðal kirkjunnar þjóna hefur eftirspurn eftir þjónustu þeirra minnkað. Enda skilgreinum við himnaríki og helvíti á annan hátt nú en fyrir 20 árum.
Meira að segja prestarnir hafa tekið upp Mammonsdýrkun í stað gamaldags trúarjátningar samkvæmt nýlegum sakamálum sem upplýst hefur verið um.
Og til hvers ætti að skattleggja snauðan almenning til að prestar geti reist fleiri auðar kirkjur? Væri ekki nær að breyta greftrunarsiðum svo venjulegt fólk hafi efni á að deyja með sæmd?
Mitt svar er einfalt. Hér á að ríkja trúfrelsi á ábyrgð safnaðanna. Ekki á ábyrgð ríkisins. Við þurfum að hætta þessum ríkissósíalisma á öllum sviðum
![]() |
Þörf á að fjölga prestum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.2.2014 | 01:04
Illvígur flokkur
Samvizka okkar allra skilur ekkert í svikum Bjarna Benediktssonar. En þau þurfa ekkert að koma á óvart miðað við hver ábyrgð hvílir á þessum óskasyni Sjálfstæðiselítunnar. Forverar Bjarna í stól formanns Sjálfstæðisflokksins voru allir óumdeildir leiðtogar samheldins klíkuflokks þar sem stefnan var skýr. Sjálfstæðisflokkurinn í dag er ekki sami flokkurinn og hagsmunirnir aðrir. Áður fyrr voru heildsalar burðarvirki flokksins, nú eru það kvótagreifar sem öllu ráða. Og þótt Bjarni sé að nafninu til formaður flokksins þá er Davíð Oddson fulltrúi kvótagreifanna og það sem Davíð hugnast ekki það verður Bjarni að sætta flokkinn á. Þess vegna er Bjarni í þeirri stöðu ólíkt öðrum formönnum flokksins, að hann ræður í raun engu. Og hann verður aðeins formaður eins lengi og kvótagreifarnir leyfa.
Þannig er komið fyrir Sjálfstæðisflokknum
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2014 | 23:36
Tilbúið vandamál og ónýtar lausnir
Þegar pólitíkin komst í þrot eins og gerðist í hruninu þá voru viðbrögðin samhæfð eins og hjá björgunarsveitunum. En eins og allir vita þá byggist tilverugrundvöllur björgunarsveitanna á því að fólk er fífl. Enginn axlaði ábyrgð á rangri stefnumörkun allir kepptust um að benda á aðra. Eftir sat almenningur með ósvaraða spurningu, "Hvernig gat þetta gerst"?
Svipuð staða er nú komin upp í menntamálum þjóðarinnar og í efnahagsmálunum 2005-2008. Kerfið riðar til falls og enginn þorir að gera neitt. Eitt er samt víst að viðbrögðin verða samhæfð og samæfð.
Það virðist nokkuð augljóst að menntakerfið er ekki lengur skilvirkt. Ástæðan virðist liggja í agaleysi nemenda og kennara. Þegar agavaldið var tekið af kennurunum þá var vegið að grundvelli skólastarfsins. Nú skipta hæfileikar einstaklingsins og sérkenni engu máli. Nú er það hópurinn og hópsálin sem allt snýst um. Og til að virkja þessa stefnu þarf háskólamenntaða leikskólakennara með 5 ára háskólanám á bakinu og 20 milljóna króna námsskuldir. Og álagið á börnin er svo mikið að þau eru orðin leið á skólanum strax í 2.bekk!
Hér þarf að spyrna við fótum og snúa ofan af þessu ónýta kerfi. Gera leikskólana aftur að félagsheimilum fyrir börnin og skólann að menntastofnun en ekki uppeldisstofnun. Með því að fækka kennurum má bæta kjör hinna. Leikskólakennarar eru óþarfir og því má verulega bæta kjör almennra kennara á grunn og framhaldsskólastiginu.
Á háskólastiginu þarf líka að gera róttækar breytingar. Hér er of mikið framboð af óþörfum námsgreinum í of mörgum stofnunum. Enda kröfur til nemenda alltof vægar. Til að kenna lélegum nemendum þarf ekki beztu kennarana. Þess vegna höfum við svo mikið af 3. flokks háskólafólki sem skaðar menntunarstig þjóðarinnar í stað þess að auka það miðað við allan þann fjölda sem útskrifast í dag með háskólagráður en litla menntun.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2014 | 22:15
Það gæti verið verra
Þolgæði er hugtak sem lýsir best íslenzkum almenningi. Því það er alveg sama hve ástandið er slæmt. Við vitum að það gæti verið svo miklu verra.
Við gætum til dæmis setið uppi með Þóru Arnórs sem forseta og Ísland innlimað í ESB.
21.2.2014 | 21:18
Ríkisstjórnin hefur ótakmarkað umboð til að ljúga
Þessi nýja túlkun, að umboð stjórnmálaflokka takmarkist við stefnumál sem borin eru upp í aðdraganda kosninga, er jafn fáránleg og rök Árna Páls, að með því að taka stjórnarskrármálið af dagskrá á síðasta þingi, hafi í raun verið að þoka málinu áfram.
Fyrr en við gerum breytingar á stjórnarskránni í anda tillagna Stjórnlagaráðs, þá sitjum við uppi með óheiðarleg vinnubrögð stjórnmálamanna þar sem allt snýst um völd en minna hirt um þjóðarhag.
Atkvæðaseðillinn jafngildir óútfylltum víxli til 4 ára og með því að lýsa því yfir að menn gangi óbundnir til kosninga þá hafa kjósendur akkúrat enga tryggingu fyrir því að landinu verði stýrt í samræmi við þeirra vilja. Afleiðingarnar eru kunnar. Menn kjósa taktískt í stað sannfæringar og sitja svo uppi með Svarta-Pétur eftir kosningar.
Í stað þess að játa ósigur í ESB málinu grípa nú margir til lágkúrulegra raka í örvæntingu yfir töpuðum málstað. Sérstaklega er þetta áberandi meðal Samfylkingarfólks, sem beinlínis grundvallaði stefnu flokksins á aðild að ESB. Nú þarf þetta fólk að hugsa stefnuna upp á nýtt. Það kann að verða erfitt með sama þreytta liðið í fararbroddi.
Á meðan situr ríkisstjórnin með pálmann í höndunum og getur í krafti baktjaldamakks og helmingaskipta farið sínu fram. Enda er þetta fyrst og fremst ríkisstjórn forsetans ekki ríkisstjórn fólksins þótt þeir hafi meirihluta þingmanna. Á meðan forsetinn verndar þessa ríkisstjórn þá situr hún. Skiptir engu hvað gert verður. Þeir hafa ótakmarkað umboð kjósenda.
![]() |
Hafa ekki umboð til að ákveða þetta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.2.2014 | 20:57
Óvönduð fréttamennska
Allir miðlar fluttu í kvöld fréttir af rannsóknarverkefni sem Íslendingar leiða og varðar byggingu á fjölstofna fiskveiðikerfi sem væntanlega á að taka í notkun hjá sem flestum fiskveiðiþjóðum. En hvers vegna vinna fjölmiðlar ekki vinnuna sína þegar þeir ákveða að birta svona fréttatilkynningar athugasemdalaust? Til dæmis var fullyrt að 3 af hverjum fiskstofnum í lögsögu ESB væru ofveiddir. Er það svo? Eru þeir ofveiddir vegna þess að það má ekki koma með aflann að landi og þess vegna neyðast sjómenn til að henda milljónum tonna? Af hverju er ofveiði ekki skilgreind sem stjórnlausar veiðar þar sem megináhersla er lögð á magn en engu sinnt um gæði eða markaði?
Talsmaður verkefnisins, Anna Kristín Danielsdóttir segir: Við erum að fara að þróa fjölstofna fiskveiðistjórnunarkerfi. Það er nýtt að því leyti að innleitt er í kerfið vistvæna, sjálfbæra og félagslega hagræna þætti,
Af hverju var hún ekki spurð hvaða þættir nákvæmlega þetta væru? Á hvers forsendum er þetta verkefni? Af hverju heldur háskólafólk að hægt sé að smíða kerfi sem virkar fyrir opið og síbreytilegt umhverfi þar sem ekki er hægt að stjórna umhverfisþáttunum sjálfum!!! Breyting á hafstraumum og hitastigi eru afgerandi þættir þegar kemur að afkomu fiskstofna. Veiðarnar eru hverfandi þáttur. Sjávarútvegur er ekki sama og fiskeldi. Af hverju láta menn eins og hafið sé risastórt baðker??
Af hverju kynna fjölmiðlamenn sér ekki mál sjávarútvegsins? Af hverju er er engin gagnrýn hugsun leyfð þegar kemur að kvótastýrðum veiðum?