Ríkisstjórnin hefur ótakmarkað umboð til að ljúga

Þessi nýja túlkun, að umboð stjórnmálaflokka takmarkist við stefnumál sem borin eru upp í aðdraganda kosninga, er jafn fáránleg og rök Árna Páls, að með því að taka stjórnarskrármálið af dagskrá á síðasta þingi, hafi í raun verið að þoka málinu áfram.

Fyrr en við gerum breytingar á stjórnarskránni í anda tillagna Stjórnlagaráðs, þá sitjum við uppi með óheiðarleg vinnubrögð stjórnmálamanna þar sem allt snýst um völd en minna hirt um þjóðarhag.

Atkvæðaseðillinn jafngildir óútfylltum víxli til 4 ára og með því að lýsa því yfir að menn gangi óbundnir til kosninga þá hafa kjósendur akkúrat enga tryggingu fyrir því að landinu verði stýrt í samræmi við þeirra vilja.  Afleiðingarnar eru kunnar.  Menn kjósa taktískt í stað sannfæringar og sitja svo uppi með Svarta-Pétur eftir kosningar. 

Í stað þess að játa ósigur í ESB málinu grípa nú margir til lágkúrulegra raka í örvæntingu yfir töpuðum málstað. Sérstaklega er þetta áberandi meðal Samfylkingarfólks, sem beinlínis grundvallaði stefnu flokksins á aðild að ESB.  Nú þarf þetta fólk að hugsa stefnuna upp á nýtt.  Það kann að verða erfitt með sama þreytta liðið í fararbroddi.

Á meðan situr ríkisstjórnin með pálmann í höndunum og getur í krafti baktjaldamakks og helmingaskipta farið sínu fram. Enda er þetta fyrst og fremst ríkisstjórn forsetans ekki ríkisstjórn fólksins þótt þeir hafi meirihluta þingmanna.  Á meðan forsetinn verndar þessa ríkisstjórn þá situr hún.  Skiptir engu hvað gert verður.  Þeir hafa ótakmarkað umboð kjósenda.


mbl.is Hafa ekki umboð til að ákveða þetta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Aða hvaða leyti var umboð Samfylkingarinnar til að ganga í ESB öðruvísi en umboð núverandi stjórnar til að ganga ekki í ESB?

Þarf ekki Árni Páll að svara þessari brennandi spurningu sem hann hefur núna lagt upp fyrir okkur?

Guðmundur Ásgeirsson, 21.2.2014 kl. 21:33

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

"Bara ef það hentar mér" lýsir best ómerkilegum málflutningi stuðningsmanna fimmflokksins.  Við þessi 53% sem viljum breyta pólitíkinni þurfum að fara að sammælast um grundvallarhagsmunamál þjóðarinnar,  sem er að setja hér ný stjórnskipunarlög.  Allt annað er karp um keisarans skegg.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 21.2.2014 kl. 21:57

3 identicon

Sælir, ég er hræddur um að með rökum Árna Páls hafi VG verið heldur hressilega umboðslaus þegar umsóknin um ESB aðildina var samþykkt. ef þetta er ekki að pissa í skóinn sinn!

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 21.2.2014 kl. 22:32

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Árni Páll er rangur maður á röngum tíma í vitlausum flokki.  Þess vegna tekur enginn mark á honum.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 21.2.2014 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband