16.3.2014 | 14:36
Grínistinn
15.3.2014 | 23:52
Ofbeldi mætt með ofbeldi
15.3.2014 | 21:32
Stærstur meðal dverga
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2014 | 21:12
"Gettu betur" eyðilagt með auglýsingum
15.3.2014 | 20:13
Meira um náttúrupassann
Hugmyndin um náttúrupassann er góð. Útfærsla ráðherra Sjálfstæðismanna er slæm ef það sem lekið hefur verið er satt. Og einkagjaldtaka "eigenda" er bæði ótímabær og ónauðsynleg. Eigendur hafa önnur ráð til að afla sér tekna svo sem að selja veitingar, aðgang að snyrtingu, minjagripi og annað sem túristar kaupa gjarnan. En að ráða steratröll í miðavörslu á ekkert skilt við ferðaþjónustu.
En aftur að náttúrupassanum. Ef náttúrupassinn verður útfærður eins og vegabréf þar sem ferðamenn geta safnað sér stimplum frá þeim stöðum sem þeir heimsækja, þá má gera ráð fyrir að það verði eftirspurn í þennan passa og eins að ferðamenn heimsæki fleiri staði en ella beinlínis vegna passans. Eftirlitsmenn ættu að vera óþarfir. Maður sem otar að þér skanna er móðgun. Ánægður ferðamaður sem upplifir umfram væntingar spyr hvar hann geti keypt svona passa!
Síðan má búa til iðnað í kringum útgáfu passans og stimplun þar sem hönnuð yrðu vörumerki í kringum alla ferðamannastaðina og minjagripagerð og sala myndi byggjast með miklu markvissari hætti á hverju vörumerki fyrir sig. Þannig gæti Gullfoss fengið eiginn stimpil í passann, Geysir annan og Þingvellir hinn þriðja og svo framvegis. Staðirnir skipta hundruðum ef ekki þúsundum svo ljóst er að um þessa kynningu gæti skapast fjölbreytt atvinna annarra en ferðaskipuleggjanda og hótelhaldara.
Það er því mjög mikilvægt að allar tilraunir landeigenda til sjálftöku af ferðamönnum verði stöðvaðar í fæðingu. Náttúra landsins er þjóðareign en ekki einkaeign.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2014 | 18:13
Gunnar og reifur
Saga Gunnars Braga í embætti utanríkisráðherra er samfellt aðhlátursefni. Það vantar ekki kokhreystina, orðavaðalinn og mannalætin hér heima og í fésbókarfærslum ráðherrans en þegar kemur að samskiptum við kollega á erlendri grundu þá er Ísland sniðgengið á pínlegasta hátt. Enda kann ekki sveitamaðurinn reglurnar sem gilda í diplomacíunni.
Hvernig er það með þennan ráðherrakapal? Er virkilega enginn hæfur Framsóknarmaður í þetta mikilvæga embætti? Verður það þrautaráðið að Bjarni taki við Forsætisráðuneytinu og Sigmundur Davíð verði Utanríkisráðherra? Mótmælin og óróinn er ekki bara vegna ESB deilunnar. Heldur líka vegna óánægju með framgöngu hinna mörgu "fagráðherra". Ekki sízt Gunnars Braga. Hann er óhæfur ráðherra vegna þröngsýnna skoðana og almenns bjánaháttar í mannlegum samskiptum. Sendum hann aftur til Þórólfs kaupfélagsstjóra. Kannski er hægt að nota hann á skrifstofu KS.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.3.2014 | 20:47
Vika í pólitík
Vika í pólitík er einn af vinsælustu frösum stjórnmálamanna sem eiga á brattann að sækja. En þessi vika sem nú er senn á enda hlýtur að hafa verið lengi að líða fyrir alla. En sérstaklega þó ríkisstjórnina og stjórnarflokkana sem hafa verið á stöðugu undanhaldi í hverju málinu á fætur öðru og það hefur hvorki þurft að kalla til Vigdísi né Brynjar Níelsson til að skora í sitt eigið mark. Ráðherrarnir hafa séð um sjálfsmörkin alveg svikalaust. En stjórnarandstaðan hefur svo sem ekki af neinu að státa. VG hefur afhjúpast sem harður ESB flokkur og enginn treystir Árna Páli , ekki einu sinni hans eigin flokksmenn.
Vonandi verður næsta vika tíðindalítil. Þjóðin þolir ekki að fylgjast lengur með atganginum við Austurvöll þar sem allir spila á eigið mark. Og Ísland orðið að almennu aðhlátursefni meðal grannþjóða jafnt sem annarra.
Þegar Færeyingar eru hættir að virða okkur viðlits þá þurfum við að líta í eigin barm. Það getur ekki verið að allir aðrir hafi rangt fyrir sér!
14.3.2014 | 20:28
Ég tek ofan fyrir Villa naglbíti
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.3.2014 kl. 11:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.3.2014 | 10:16
Pukur varðandi náttúrupassa
Samkvæmt fréttinni virðast frumvarpsdrögin ganga þvert á fyrri hugmyndir um þessa skattheimtu. Fyrst var talað um að gjaldið yrði eingöngu innheimt af erlendum ferðamönnum og þá gegnum skipulagðar ferðir undir leiðsögn löggildra leiðsögumanna. Þær hugmyndir hljómuðu ekki óskynsamlega þar sem með því myndi nást tvíþættur tilgangur. Í fyrsta lagi með leiðsögn væri dregið úr átroðningi á viðkvæmum svæðum og í öðru lagi yrði ferðamönnum tryggð nauðsynleg þjónusta fyrir það gjald sem innheimt yrði.
Nú virðist aðaltilgangurinn gjaldtakan sjálf. Skítt með það þótt ferðamenn fari eftirlitslaust þvers og kruss jafnt utanvega jafnt sem eftir illa færum vegaslóðum. Jafnt á Hornströndum sem Hornbjargi mega ferðamenn áfram skemma umhverfið bara ef Náttúrupassasjóður fær sitt. Þetta er ömurleg framtíðarsýn og skammsýni miðað við hve landið þolir illa allan þennan ágang.
Þegar "landeigendur" eru búnir að byggja upp lágmarksaðstöðu þá geta þeir farið að rukka fyrir það en að setja upp gjaldskýli og byrja að rukka fyrir aðgang en enga þjónustu er siðleysi og græðgi. Og hvað um þann forréttindaaðal sem hefur fengið að eignast sumarbústaði á Þingvöllum? Eiga þeir áfram að njóta frírrar dvalar meðan aðrir þurfa að greiða 2 þúsund á mann fyrir dagsdvöl í þjóðgarðinum? Það hljóta allir að sjá að þetta frumvarp þarf meiri kynningu og meiri aðkomu almennings til að gera athugasemdir. Þetta ferli sem þingmenn bjóða upp á er ógagnsætt og fólk nýtir sér ekki möguleika til að senda inn athugasemdir til alþingis. Yfirgnæfandi meirihluti veit aldrei hvað er í gangi fyrr en lögin hafa tekið gildi. Þessu er hægt að breyta með einfaldri kynningu áður en umræðu lýkur á Alþingi.
![]() |
Náttúrupassi hjá sjálfseignarstofnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2014 | 00:10
Guðrún frá Lundi, Magnea frá Kleifum, Kristmann Guðmundsson
Yfirkúltúristi Íslands biðlar til þjóðarinnar að velja fyrir sig bókmenntakanónu. Valið á að vera ópersónugreinanlegt samkvæmt skilmálum akademíunnar en samt vill eins manns akademían veita verðlaun! Ópersónugreinanlegir þáttakendur munu ekki gera tilkall til verðlauna, það gefur auga leið.
En vonandi fá nú mest lesnu höfundar landsins samkvæmt útlánaskýrslum bókasafna, uppreisn æru. Guðrún frá Lundi, Magnea frá Kleifum og Kristmann Guðmundsson hafa löngum glatt hug og hjarta íslendinga þótt enginn vilji gangast við því að hafa lesið slíkt léttmeti. Slík hafa áhrif bókmenntasnobbsins verið, sem riðið hefur húsum í Ríkisútvarpinu allt frá tímum Margrétar Indriðadóttur til Egils Helgasonar.
En þekki ég Egil rétt þá mun það ekki gerast. Þar sem tillögurnar verða ópersónugreinanlegar þá eru hæg heimatökin að velja viðeigandi höfunda á listann. Sannkallaðar kanónur. Dettur mér þá náttúrulega fyrst í hug Thor Vilhjálmsson og Grámosinn glóir. Aðrir sem munu ná inn verða Halldór Kiljan, Sigfús Daðason, Hannes Pétursson, Snorri Sturluson, Steinn Steinarr, Megas, Davíð Stefánsson, Jónas Hallgrímsson, Einar Ben, Jón Kalman Stefánsson, Gunnar Gunnarsson, Jóhann Sigurjónsson, Jón Helgason, Jökull Jakobsson og Illugi Jökulsson, Hrafn Jökulsson og Elísabet Jökulsdóttir og svo náttúrulega Sjón! Baggalútur mun svo fá viðurkenningu fyrir frumleika.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)