Ólafur Ragnar fær feldinn lánaðan

Þegar Ólafur tilkynnir um að hann dragi framboð sitt til baka þá verður það rétt ákvörðun og forðar Ólafi frá þeirri háðung að verða fyrsti sitjandi forseti sem nær ekki endurkjöri.  Einnig er rétt hjá Ólafi að eyðileggja ekki þann orðstýr sem hann hefur endurheimt í hugum þjóðarinnar einkum í sambandi við úrslit Icesafe deilunnar og sem talsmaður Íslands í utanríkismálum þegar Össur brázt.

Davíð hefur aftur á móti engum slíkum orðstýr að tapa. Hann eyðilagði hann sjálfur með því að skipa sjálfan sig sem Seðlabankastjóra á örlagatímum.  Um það þarf ekkert að fjölyrða nánar. Hvert mannsbarn þekkir þá sögu og þekkir hrædda, bitra, gamla manninn í Hádegismóum sem kennir Jóhönnu Sigurðardóttur um allar sínar raunir og þráir það eitt að öðlast uppreisn æru sem aldrei verður. Davíðs verður ekki mynnst sem mikilhæfs leiðtoga í sögubókum.  Hans verður mynnst sem rudda sem misnotaði völd sín að eigin geðþótta og sem þurfti að beita lagasetningu á, til að reka úr embætti seðlabankastjóra!

Ekki séns að þjóðin velji sér slíkan mann að forseta.


mbl.is Allt aðrar kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Losum okkur við óttann

Óttinn er sterkasta afl mannsins. Þetta vita valdafíklar og notfæra sér bæði leynt og ljóst. En nú hyllir undir nýja tíma. Það hefur stigið fram ný tegund stjórnmálamanna sem vilja breyta þjóðfélaginu og losa okkur við gömlu óttapólitíkina. Þetta fólk eigum við að kjósa til forystu á alþing og á Bessastaði. Við þurfum ekki á Ólafi Ragnar eða Davíð Oddssyni, að halda. Þeir eru fulltrúar gamla kerfisins sem spilaði á óttann og urðu að lokum óttanum að bráð. Og sú staðreynd að þeir eru ennþá að þvælast fyrir og telja sig ómissandi, eru sterkustu rökin fyrir því að við losum okkur við þá í eitt skipti fyrir öll.

Guðni er rödd nýja tímans.  Hann segir óttanum stríð á hendur og fyllir fólk bjartsýni.  Guðni er maðurinn sem við þurfum akkúrat núna að velja sem næsta forseta.  Ég hef trú á þjóðinni.  Hún hlýtur að vilja losna undan hræðsluokinu.


mbl.is Fagnar því að kosningarnar verði sögulegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afneitun-réttlætingar-viðurkenning-bati

Þetta er nokkurn veginn ferlið sem menn sem missa fótfestuna í lífinu, þurfa að ganga í gegnum til að verða aftur virkir í samfélaginu. Þetta er nákvæmlega það sem er að gerast innan þingflokks Samfylkingar og í helstu stofnunum flokksins.  Árni Páll virðist kominn á 3.stig ferlisins á meðan aumingja Helgi Hjörvar er ennþá að leita að réttlætingum.

Á þessum tímapunkti er slæmt að efna til átaka í forystukjöri. Miklu nær væri fyrir þetta fólk að átta sig á því að flokkurinn er ekki til fyrir þingflokkinn og stjórnmálaafl verður að hafa skírskotun til kjósenda utan flokksins. Ef menn eru ekki samstiga í bataferlinu verður enginn valkostur fyrir jafnaðarmenn í næstu kosningum. Þess vegna verður að kalla til nýja áhöfn.  Þetta lið sem nú þykist ráða við verkefnið er óhæft vegna fortíðardrauganna.

Það var ekki flokkurinn sem brást.  það var fólkið!


mbl.is Góð ákvörðun fyrir Árna Pál og flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað greiddi ASÍ fyrir Ásmundarsal 1996?

asmundarsalur.jpgEftir að fréttir bárust af fyrirhugaðri sölu Listasafns ASÍ á Ásmundarsal við Freyjugötu hef ég reynt að afla mér upplýsinga um sögu hússins og hvernig það komst í eigu ASÍ.  Hefur sú upplýsingaöflun gengið treglega og litlar upplýsingar að finna á netinu. Þó veit ég núna að eftir að Ásmundur dó þá keypti Arkitektafélag Íslands húsið af dánarbúinu og átti það til ársins 1996. En þá kaupir Ingibjörg Sólrún húsið fyrir hönd Reykjavíkurborgar og hyggst breyta því í leikskóla. Engar upplýsingar er að finna um kaupverðið en ásett verð var 22 milljónir 1995.  Síðan gerist það að ASÍ á 80 ára afmæli 1996 og við það tækifæri ákveður Ingibjörg Sólrún og R-Listinn að afsala ASÍ húsinu án nokkurs samráðs og í lokuðu ferli þar sem enginn fékk að skila inn kauptilboði. Í ljósi þess að nú hefur ASÍ selt þetta hús fyrir 168 milljónir þá finnst mér eðlileg krafa, að Reykjavíkurborg og ASÍ upplýsi um meint söluverð árið 1996 og hversu mikið ASÍ greiddi í raun af ásettu verði.  Ekki er nóg að birta afrit af kaupsamningi heldur verður að upplýsa um hvort greiðslurnar skiluðu sér í raun og veru.

Ef í ljós kemur að þarna hafi farið fram "Borgunarsalan" hin fyrsta þá væri gott að upplýsingarnar kæmu fram fyrr en seinna. Allavega áður en Gylfi eyðir ágóðanum í eigin hít.


mbl.is Listin áfram í Ásmundarsal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsetaforritið

Þetta var nokkuð góð kynning hjá Guðna.  Og honum tókst vel að búa til jákvæða ímynd af sér, sem flekklausum frambjóðanda. Venjulegum innfæddum Íslendingi, sem þar fyrir utan ætti rætur á landsbyggðinni og sem iðkaði heilbrigðan lífsstíl. Hvítur gagnkynhneigður karlmaður, sem setti fjölskylduna í fyrsta sæti.  Maður fólksins, sem myndi hvorki ofmetnast né verða handbendi nokkurs hóps eða hópa.

Þessa forskrift að góðum forseta má síðan nota til samanburðar við aðra frambjóðendur. 

Mér fannst sérstaklega athyglisvert að Guðni teflir þarna fram allri fjölskyldunni sem heild og þar er ég sammála. Maki forseta getur ekki staðið utan þessa embættis. Og þrátt fyrir allt þetta lærða umburðarlyndi þá skiptir fjölskyldustaða frambjóðenda miklu máli.  Nú til dæmis hefur verið rifjað upp að Ólafur og Dorrit eru ekki í raun sambúðarfólk.  Ekki í skilningi laga að minnsta kosti og þetta mun kosta Ólaf embættið að minni hyggju nema hann skilji hreinlega við þessa konu.

Þjóð vill hjón sem eru eitt
eftir Guðna forriti
Ei styðja Ólaf nennum neitt
nema hann dömpi Dorriti


mbl.is Fundur Guðna í beinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband