19.9.2015 | 15:37
Umboðslaus borgarstjóri
Sá skaði sem stjórnmálamenn hafa valdið almenningi og þjóðfélaginu fer vaxandi. það er löngu tímabært að farið verði í allsherjar endurskoðun og uppstokkun á eðli fulltrúalýðræðisins. Núna túlka stjórnmálamenn og konur umboð sitt alltof frjálslega. Gott dæmi er illa ígrunduð ályktun meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur um að sniðganga vörur sem framleiddar eru af ísraelskum fyrirtækjum. Síðan hvenær varð svona uppákoma partur af starfslýsingu sveitastjórnarmanna? Og þetta er ekki eina dæmið um vald sem pólitískir fulltrúar hafa tekið sér án þess að leita eftir umboði fyrst. Allskonar óráðssía fer vaxandi og oftar en ekki er ráðist í verkefni þvert gegn vilja almennings sem þó er látinn bera kostnaðinn bæði beint og ógeint. Nú er mál að linni. Hvort sem menn heita Dagur Bergþóruson, Gunnar Bragi eða Illugi Gunnarsson, þá verða menn að biðjast lausnar frá embættum vegna pólitísks dómgreindarbrests. Afsakið sorrý er ekki nóg frá þessum mönnum.
Gunnar Bragi hafði ekkert umboð til að styðja Ukraínumenn gegn Rússum. Dagur Bergþóruson hafði ekkert umboð til að troða illsakir við Ísrael vegna tilmæla frá Hamas skæruliðanum Björk Vilhelmsdóttur og Illugi Gunnarsson hafði ekkert umboð til að gjörbylta mennta stefnu þjóðarinnar.
Við heimtum afsögn þessa fólks strax!
![]() |
Ætlar að draga tillöguna til baka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |