Umboðslaus borgarstjóri

Sá skaði sem stjórnmálamenn hafa valdið almenningi og þjóðfélaginu fer vaxandi.  það er löngu tímabært að farið verði í allsherjar endurskoðun og uppstokkun á eðli fulltrúalýðræðisins.  Núna túlka stjórnmálamenn og konur umboð sitt alltof frjálslega.  Gott dæmi er illa ígrunduð ályktun meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur um að sniðganga vörur sem framleiddar eru af ísraelskum fyrirtækjum. Síðan hvenær varð svona uppákoma partur af starfslýsingu sveitastjórnarmanna?  Og þetta er ekki eina dæmið um vald sem pólitískir fulltrúar hafa tekið sér án þess að leita eftir umboði fyrst.  Allskonar óráðssía fer vaxandi og oftar en ekki er ráðist í verkefni þvert gegn vilja almennings sem þó er látinn bera kostnaðinn bæði beint og ógeint.  Nú er mál að linni.  Hvort sem menn heita Dagur Bergþóruson, Gunnar Bragi eða Illugi Gunnarsson,  þá verða menn að biðjast lausnar frá embættum vegna pólitísks dómgreindarbrests. Afsakið sorrý er ekki nóg frá þessum mönnum.

Gunnar Bragi hafði ekkert umboð til að styðja Ukraínumenn gegn Rússum.  Dagur Bergþóruson hafði ekkert umboð til að troða illsakir við Ísrael vegna tilmæla frá Hamas skæruliðanum Björk Vilhelmsdóttur og Illugi Gunnarsson hafði ekkert umboð til að gjörbylta mennta stefnu þjóðarinnar.

Við heimtum afsögn þessa fólks strax!


mbl.is Ætlar að draga tillöguna til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

"Hamas skæruliðanum"?? Ertu með öllum mjalla??

Vésteinn Valgarðsson, 19.9.2015 kl. 16:24

2 identicon

Sæll Jóhannes - sem og aðrir gestir, þínir !

Vésteinn !

Já - Jóhannes síðuhafi: ER MEÐ ÖLLUM MJALLA - hinsvegar ekki þú, sem aðrir þeir, sem kjósið að bera Múhameðska villimenningu, á ykkar herðum, eins og ykkur sé borgað fyrir það.

Jóhannes !

Sjáum til dæmis: Skálmaldar fíflið Snæbjörn Ragnarsson, sem krefst ÞÖGGUNAR og niðurlags Útvarps Sögu, fyrir einfalda skoðana könnun, þar á bæ.

Snæbjörn - hefði verið góður áróðursmaður og predikari, fyrir Stalín og Hitler á sínum tíma / rétt einnig: að minna á SAMSTÖÐU Nazista og Múhameðskra alla tíð, sbr. vinskap Hitlers og Stórmúftans Al- Husseini af Jerúsalem, ekki víst: að þeir Vésteinn og Snæbjörn kæri sig um, að það atriði sér rifjað upp, ''óþægilega'' oft.

Stöðin: móðgaði víst eitthvað: Kóran og Mekku tilbeiðzluliðið hérlenda / tek fram: að enginn er ég aðdáandi þeirra Arnþrúðar, sem sleikir sér upp við Sigmund Davíð og Bjarna, sem mest hún má þessa dagana - þó ég kunni ágætlega við Pétur Gunnlaugsson, aftur á móti.

Með beztu kveðjum sem oftar - af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.9.2015 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband