18.9.2017 | 14:36
Að temja hund.
Eigendur Sjálfstæðisflokksinns stjórna honum með aðferðum hundatemjara. Umbun og refsing er skýringin á flokkshollustunni og undirgefninni. Hverjir "eigendurnir" eru má svo ekki tala um ekki frekar en hverjir eru frímúrarar og hvað þeir eru að pukrast.
Hjá Sjálfstæðisflokknum mun ekkert breytast. Nýtt fólk kannski en sama ógnin . Haltu kjafti hlýddu og vertu góð(ur)
18.9.2017 | 12:34
Linir fréttamenn
Var svo sem ekki við öðru að búast af RÚV-Jóhönnu og Tobba Baugsþýi. Ekki vilja þau fá sömu trakteringar frá Bjarna Ben og Sigurjón Egilsson fékk eða vera sett útí kuldann eins og fréttamenn Stundarinnar. En samt! Hvers vegna spyr enginn hvort Bjarni hafi viljað rjúfa þing strax? Auðvitað mun hann ljúga til um það, en spurningunni hefði þó verið varpað fram. Það skiptir máli.
![]() |
Bjarni ræðir við fjölmiðla í beinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.9.2017 | 11:15
Nú getur forsetinn
Nú er tækifæri fyrir forseta Íslands að brjóta blað í íslenskum stjórnmálum og leggja fyrir Alþingi þau stjórnskipunarlög, sem Stjórnlagaráð setti saman og samþykkti samhljóða!
Það er engum vafa undirorpið að forseti hefur þessa heimild í stjórnarskrá. Nú er rétta tækifærið til að láta á hana reyna.
Hvernig Alþingi tæki á slíku máli væri meira upplýsandi fyrir landsmenn en 45 daga kosningabarátta.
![]() |
Samstaða um næstu skref lykilatriði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.9.2017 | 18:28
Dólgastjórnmál
Dólgunum í Sjálfstæðisflokknum hugnaðist greinilega ekki tónninn í umræðu dagsins. Nú skal þingið vængstýft og sent heim. En hvað gerir Guðni forseti? Lætur hann ráðskast með sig eða stendur hann í lappirnar gegn dólgshætti Valhallarskrílsins?
Tæknilega er það forsetinn sem veitir heimild til þingrofs þegar forsætisráðherra æskir þess og Ólafur neitaði Sigmundi Davíð um að rjúfa þing eins og frægt er.
Hvað gerir Guðni?
17.9.2017 | 13:33
Fólk sem má missa sín
Bjarni Benediktsson
Sigríður Andersen
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Brynjar Níelsen
Jón Gunnarsson
Teitur Björn Einarson
Steingrímur J. Sigfússon
Vilhjálmur Árnason
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Njáll Trausti Friðbertsson
Kolbeinn Óttarson Proppé
Kristján Þór Júlíusson
Nichole Leigh Mosty
Pawel Bartoszek
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
17.9.2017 | 12:38
Valdhroki Sjálfstæðismanna
"Hann verður bara að eiga það við mig" Segir hrokafullur ráðherra sem brýtur gagnvart almennum borgara.
Forsætisráðherra lætur undan tilmælum forseta um að þing starfi áfram en tekur fram að ef þingmenn hagi sér ekki "rétt" þá muni hann umsvifalaust fara á fund forseta og óska eftir þingrofi.
Tók enginn eftir þessari duldu hótun eða finnst mönnum þetta vera í lagi?
![]() |
Hann verður þá að eiga það við mig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.9.2017 | 20:50
Nauðsynlegt að Alþingi samþykki vantraust á Sigríði Andersen
Eftir því sem fleiri kurl koma til grafar um vafasamar emmbættisfærslur dómsmálaráðherra, þeim mun brýnna er að Alþingi taki á þeim embættisafglöpum með því að bera fram og samþykkja vantraust á þennan gersamlega óhæfa þingmann sjálfstæðisflokksins, sem dúkkaði svona tilviljunarkennt upp sem ráðherra við myndun þessarar ömurlegustu ríkisstjórnar í sögu okkar unga lýðveldis.
Dómsmálaráðherra verður að vera flekklaus í orðum og athöfnum. Honum er ekki hægt að veita uppreisn æru. Sigríður Andersen þarf að víkja strax með vantraust á ferilskránni.
![]() |
Úrskurðarnefnd ekki afgreiðslustofnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.9.2017 | 12:21
Bjarni Benediktsson er stærsta vandamálið
Hér væri engin stjórnarkreppa ef Bjarni Benediktsson væri ekki forsætisráðherra. Allir aðrir hefðu einfaldlega vikið dómsmálaráðherra úr embætti eða Alþingi samþykkt vantraust. Það er embættisfærsla Sigríðar Andersen sem er tilefni til stjórnarslita núna en undirrótin er samt fjölskyldutengsl forsætisráðherra.
Ef sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki þann manndóm að losa sig við þennan vanhæfa forsætisráðherra úr stóli formanns þá mun áfram ríkja tortryggni og úlfúð í íslenskum stjórnmálum.
![]() |
Bjarni mættur á Bessastaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.3.2017 | 16:55
Afnemum ríkiseinokun og rekum Steingrím Ara
Ég er því algerlega sammála, að ríkið á ekki að vasast í rekstri sem einkaaðilar geta sinnt og gert betur. En þar með skilur líka á milli mín og talsmanna ríkiskapítalistanna og spenafólksins í fjórflokknum. Ef menn vilja fara í samkeppni við ríkið og gera það á eigin ábyrgð og kostnað þá sé ég enga ástæðu til, að amast við því. Ef einhver vill stofna einkaskóla og bjóða upp á betri kennslu án þess að ríkið fjármagni laun og annan kostnað þá finnst mér það í lagi. Mér finnst líka í lagi að hér séu rekin einkahjúkrunar og eða lækningafyrirtæki sem fjármagni sig alfarið á sjúklingagjöldum og bannað verði að ríkislæknar stundi hlutastörf í einkageira samfara fullri vinnu hjá ríkinu. Ef það reynist grundvöllur fyrir slíkum fyrirtækjum þá sé ég ekki ástæðu til þess að banna það. En einkavinavæðing a la Ásdís Halla, þar sem aðeins gróðinn er einkavæddur, er ekkert nema spilling í skjóli valds. Þess vegna á að reka Steingrím Ara. Hann ýtir undir spillingu í skjóli valds.
Og hvað með samgöngumálin? Af hverju ekki að einkavæða þann hluta samgöngukerfisins sem þungaflutningar þurfa að nota. Af hverju er almenningur látinn bera kostnað af vegaframkvæmdum þegar það eru einkaaðilar sem nýta sér vegakerfið mest og slíta því mest til að hagnast og greiða eigendum sínum arð? Annað hvort byggi þessi fyrirtæki sínar eigin akbrautir eða við tökum upp skattlagningu þar sem þeir sem mest nota vegi og slíta mest, borgi fyrir það. Í stað almennra vegtolla komi vigtarstöðvar þar sem farartæki eru vigtuð og útbúinn reikningur miðað við ekna kílómetra margfaldað með þyngd bíls og tengivagns.
Ef menn hefðu tekið þann falda kostnað sem slit og eyðilegging á vegum hefur í för með sér, þá færu þungaflutningar aftur eftir sjóleiðum með tilheyrandi styrkingu byggða og til hagsbóta fyrir almannahag. En þeir útreikningar sem gerðir voru á hagkvæmni sjóflutninga tóku aðeins mið af hagsmunum flutningsaðila. Þessar reikningskúnstir hafa því miður verið iðkaðar af sérfræðingaliði pólitíkusanna. Þeim sömu sem prédika hagkvæmni kvótakerfisins nota bene!
Hér þarf nánast alltaf að leita útfyrir landsteina að hlutlausri ráðgjöf. Við þurftum þess í icesavedeilunni og við hefðum þurft þess í haftamálinu. En ógæfa okkar er heimagerð. Þrátt fyrir kollsteypuna sem hér varð 2008, þá kusum við yfir okkur hrunvaldana strax árið 2013. Hver hefði trúað því? Og ekki tók betra við í skyndikosningum 2016.
Svo í stað þess að kvarta og veina um svik og pretti þá ætti almenningur að hunskast til að kjósa á móti sérhagsmunum og spillingu og fara að standa með sjálfum sér. Menn hljóta að vera orðnir jafn þreyttir og ég á lygum og blekkingum íslenskra ráðamanna og meðvirknishirðinni sem verndar þá.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.3.2017 | 14:42
Skúrkurinn heitir Bjarni Ben
Það er ekki bara Austfirðingum, sem er misboðið hvernig landinu er stjórnað, heldur ætti öllum landsmönnum, með snefil af skynsermi, að vera misboðið. Og ekki bara útaf þessum dæmalausa niðurskurði samgönguráðherrans á einstökum framkvæmdum, heldur ekki síst ábyrgð þingsins og síðustu ríkisstjórnar á klúðrinu. Því það var þáverandi fjármálaráðherra. Bjarni Benediktsson, sem lagði fram fjárlög fyrir árið 2017 og lét samþykkja þau í þinginu. Þessi sami maður er nú orðinn forsætisráðherra í annarri og verri ríkisstjórn og vill ekki kannast við eigin ábyrgð á innihaldslausum kosningaloforðum fyrri ríkisstjórnar sem birtast okkur í dag í marklausum fjárlögum 2017. Hvernig í ósköpunum kemst maðurinn upp með svona ómerkilegheit trekk í trekk? Hvað eru fjölmiðlar að hugsa að þagga niður hvert hneykslið, sem Bjarni Ben er viðriðinn á fætur öðru? Hefur mönnum verið hótað eða hvað skýrir að við skulum sitja uppi með óheiðarlegan og lyginn forsætisráðherra? Mannleysu sem virðist ekkert geta nema bakað kökur.
Við þurfum ekki kökugerðarmann.
Við þurfum heiðarlegan og ærlegan mann sem þjónar almenningi og íslenskum hagsmunum fyrst og síðast!
![]() |
Okkur er algjörlega misboðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |