Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hrædda kynslóðin

Hrædda kynslóðin er ennþá hrædd vegna þess að hér var og er enn stunduð kerfisbundin hræðslupólitík. Hræðslupólitík um að allt fari hér til fjandans ef andstæðir flokkar komast til valda. Við þekkjum öll þessi slagorð sem notuð eru, Stöðugleiki vs.sundurlyndi, Skattpíning vs. kaupmáttaraukningu og núna síðast, spilling vs. gagnsæi. Hrædda kynslóðin ólst líka upp við takmarkað fjölmiðlafrelsi. Hér var rekin hatrömm flokkspólitík og í skjóli allskonar takmarkana og valdníðslu var alþýðan miskunnarlaust lamin til hlýðni við valdastéttirnar. Æ síðan skilur hrædda kynslóðin ekki hugtök eins og beint lýðræði eða lárétt lýðræði.  Hrædda kynslóðin vill áfram píramídalagaðan valdastrúktúr þar sem einn foringi mótar stefnuna og allir hinir fylgja hlýðnir með.

Hrædda kynslóðin skilur ekki nýju pólitíkina.  Skilur ekki láréttan valdastrúktúr Pírata, Viðreisnar og Bjartrar Framtíðar. Hrædda kynslóðin situr uppi með Bjarna Benediktsson og Sigmund Davíð. Hrædda kynslóðin vaknar snemma á hverjum kjördegi, fer í sparifötin og kýs áfram sinn kvalara. Þess vegna breytist allt svo hægt. Hrædda kynslóðin er svo hrædd að hún mætir alltaf og kýs.  Við þurfum að taka upp rafrænar kosningar til að breyta þessu ójafnvægi.  Það gerist aðeins með breytingum á stjórnarskránni. Ný stjórnarskrá mun bæta geðheilsu landsmanna og draga úr hræðslu og kvíða eldri kynslóðanna og auka ábyrgðarkennd yngri kynslóðanna.  Ný stjórnarskrá er þjóðarnauðsyn.


Íslenskir nýnasistar og hatursorðræðan

Sem betur fer er ekki hljómgrunnur fyrir pólitískri hugmyndafræði nýnasista á Íslandi sem ætluðu að seilast til áhrifa með útlendingafóbíu að vopni. Verst að óþverrinn Magnús Hafsteinsson skuli hafa stokkið frá borði og verið veitt pólitískt hæli af Ingu Sæland.

Það að Yfirkjörstjórnir í 3 stærstu kjördæmunum skuli hafa beitt samskonar aðferðum við skoðun á kjörgögnum leiðir í ljós að allt talið um hatursorðræðuna hefur skilað árangri og menn ætla að spyrna við fótum. Það er ágætt. En hins vegar er miklu betra að það skuli ekki hafa fundist nægilega margir meðmælendur til að bakka þessi óþverrasamtök upp sem íslenska þjóðfylkingin er. Vonandi þýðir þetta endalok þessara haturssamtaka íslenskra nýnasista


mbl.is Íslenska þjóðfylkingin býður ekki fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræðishallinn í stjórnarskránni

Það sem kosningar fela en kannanir leiða í ljós er hvernig fólk kýs eftir búsetu, aldri og kyni og hvernig þessi atkvæði af landsbyggðunum annars vegar og þéttbýlinu á suðvesturhorninu hinsvegar, skiptast á gömlu valdaflokkana, gamla fjórflokkinn. Fylgi nýrra flokka er venjulega meira í þéttbýli sem skýrir hvers vegna þessar hindranir  eru í stjórnarskránni og hvers vegna henni er haldið í herkví gömlu valdaflokkanna, sem byggja fylgi sitt á eldri kjósendum af landsbyggðunum. (Líta verður á Miðflokkinn sem klofning úr Framsókn í þessu sambandi)

Miðað við síðustu alþingiskosningar þá kusu rétt tæp 190.000 manns. Þar af voru 125000 sem kusu í þéttbýlustu kjördæmunum 3 á móti 65000 í dreifbýlustu kjördæmunum 3.  Miðað við skiptingu þingsæta þá þýðir þetta 55% misvægi atkvæða. Það eru einungis 65 þúsund atkvæði á bakvið 28 þingmenn dreifbýlis en 125 þúsund þurfti til að velja hina 35.  Þetta misvægi hlýtur að þurfa að jafna og það gerist ekki nema með breytingum á stjórnarskránni.

Stjórnarskráin á að tryggja jafnan rétt allra. Líka atkvæðaréttinn.


mbl.is X-S er hástökkvari vikunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óskilaféi slátrað

ekki fjarfestirVilhjálmur Bjarnason, sem titlar sig ekki-fjárfestir, til aðgreiningar frá alnafna sínum í Sjálfstæðisflokknum, sem er þá væntanlega virtur fjárfestir, er svekktur. Hann er ekki á lista flokksins við næstu kosningar. En í stað þess að leyna gremjunni og takast á við höfnunina, þá skrifar eyminginn langa grein í Kvennablaðið, þar sem hann skammar flokksstjórnina fyrir að færa sig ekki upp á lista  vegna fráfalls Ólafar Nordal. Vilhjálmur þessi tíundar mjög eigin árangur í síðasta prófkjöri þar sem hann varð í sjöunda sæti þrátt fyrir andstöðu flokksforystu.  En það skyldi þó ekki vera önnur og eðlilegri skýring á því að Vilhjálmur lenti óvart í þessu sæti síðast og sem nú hefur verið "leiðrétt" af uppstillingarnefnd kjördæmisins.  Skýring sem lýtur að því að flokksmenn hafi einfaldlega talið sig vera að kjósa Vilhjálm Bjarnason fjárfesti en ekki Vilhjálm Bjarnason ekki-fjárfesti!!  Þegar haft er í huga að þingmenn flokksins eru alfarið bjöllusauðir þá er eðlilegt að draga þá ályktun að almennir félagsmenn, þeir sem kjósa í prófkjörum, séu lömbin sem leidd eru af bjöllusauðunum (til slátrunar) En nú gerðist það sem sagt eins og gerist stundum í sveitinni, að í hjörðinni leyndist óskilagemlingur sem enginn vill nú kannast við.  Og eins og í sveitinni þá hefur nú þessum óskilagemlingi verið slátrað (af Sjálfstæðisflokknum.)   Eins og sést á myndinni af honum, þá er hann greinilega ekki bjöllusauður því bjöllusauðir líta svona út. Þetta þurfa sjálfstæðismenn að hafa í huga og vanda sig betur ef þeir einhverntíma leyfa prófkjör aftur.Það getur verið dýrkeypt að sitja uppi með óskilafébjollusaudur

 


Anarkisti skilgreinir sig til vinstri

jon gnarrAnnar þekktasti anarkisti Íslands, Jón Gnarr, hefur nú opinberlega skilgreint sig sem vinstri mann. Hinn anarkistinn, Birgitta Jónsdóttir, horfði á flokkinn sinn færast til vinstri án þess að gera tilraun til að breyta um kúrs.  Þetta er held ég, aðalskýringin á minnkandi meðbyr Pirata fyrir þessar kosningar. Fólk hefur ekki lengur væntingar um að Piratar breyti neinu.  Þeir eru bara enn ein viðbótin við vinstri flóruna sem er þegar ofmönnuð af eigin primadonnum. Jón Gnarr hefði átt að fá sér vinnu hjá Pírötum...

Hvað sem Piratar segja, þá er enginn grundvallarmunur á hugmyndafræði Pirata eða Samfylkingar eða Bjartrar framtíðar. Flokkurinn sem í raun og veru átti að taka yfir miðjufylgið í íslenzkri pólitík glutraði niður þessu einstaka tækifæri vegna eigin stefnuleysis.

Í nýjustu könnun Félagsvísindastofnunar eru menn beðnir um að skilgreina helstu keppinauta og andstæðinga þess stjórnmálaafls sem líklegast er að menn kjósi. Ég held að fleiri en ég munu telja Samfylkinguna helsta keppinaut Pirata um atkvæðin.  Þess vegna geri ég engar athugasemdir við orð þeirra sem gagnrýna Pirata fyrir að vera sósialdemokratar. Tilraunin til að stofna anarkiska fjöldahreyfingu misheppnaðist.

Ísland er ekki tilbúið fyrir breytingar!


Heilsteyptur Benedikt

999547Afsögn Benedikts Jóhannessonar úr formannssæti Viðreisnar er merki um pólitísk heilindi. Auðvitað var hann ekki settur af. Hann bara tók ákvörðun um að hætta af því þetta vinnuumhverfi hentar honum ekki.  Hefur ekkert að gera með pólitíkina sem hann aðhyllist eða ólguna í flokknum hans.  Það færi betur ef sumir samstarfsmenn hans og eða skyldmenni, tækju hann sér til fyrirmyndar.


mbl.is Vék til hliðar vegna fylgis flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útaf með dómarann!

977376Þrátt fyrir alla umræðuna undanfarin ár, þá komast byggingarfyrirtæki og eftirlitsaðilar ennþá upp með að vera skaðlaus, þegar húseigendur reyna að leita réttar síns gagnvart þessum svikahröppum fyrir dómstólum.

Nýjasta dæmið er blokkarbygging í Garðabæ. Þar eru allir stikkfrí nema Arion banki sem eignaðist verkefnið eftir þrot byggingarverktakans og lét klára það.  Þessi dæmalausi dómari sem dæmdi í máli húsfélagsins, sýknar þá sem brutu allar reglur og svikust um við lokafrágang byggingarinnar en dæmir bankann til að greiða skaðabætur!!  Ég get bara ekki skilið svona dómaframkvæmd. Á meðan svona vitleysingar gegna dómarastöðum þá lagast ekki ástandið í byggingabransanum.


Bjarni svindlar og kíkir á spilin hjá Simma

bjarnibenNú er það æ ljósara að Morgunblaðið styður ekki lengur forsætisráðherra flokksins. Þeir nenna ekki lengur að fjalla um hvað hann segir á fundum .  Hvorki á fundum í flokksfélögum eða á kosningaframboðsfundum út í bæ. Öðru vísi mér áður brá. Nýjasta útspil Bjarna vegna dalandi gengi flokksins, kom í ljós í Forystusætinu á RUV eins og sagt er frá á Eyjunni í gær.Ekki orð um þetta í Morgunblaðinu!

Þetta útspil snýr að því að þynna eiginfjárhlutfall Landsbanka og Íslandsbanka og ná þar í peninga til að eyða í innviðauppbyggingu. Þetta er greinilega ekki eitthvað sem er á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins. Heldur eru þetta hugmyndir Sigmundar Davíðs, sem Bjarni af alkunnum óheiðarleik, setur hér fram sem sínar eigin. Að kíkja á spil andstæðinganna og nota í eigin leik heitir að svindla. (Innherjasvik eru af sama toga) Og núna situr Sjálfstæðisflokkurinn uppi með formann sem er bæði brennimerktur lygari og svindlari.  Ekki nema von að Morgunblaðið hafi snúið við honum bakinu.


Starfslýsing fyrir forsætisráðherra

Á Íslandi getur hvaða drullusokkur sem er orðið forsætisráðherra. Eina sem þarf er klíkuskapur, samtrygging og óheiðarleiki. Svona fólk hefur stjórnað okkur undanfarin ár.Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. ekki undanskilin. Nú stefnir í að enn einn umsækjandinn nái að ljúga sig inn í starfið. Þar á ég við Katrínu Jakobsdóttur. Og við látum okkur bara vel líka ..eða hvað?

Á bara hver sem er, að geta orðið hér forsætisráðherra ef hann er með hreint sakavottorð og hefur náð kosningaaldri og er ekki hæstaréttardómari? Þetta eru einu skilyrðin í stjórnarskránni okkar um hæfi ráðherra.  Ekkert um þekkingu, hæfni, menntun, fjárhagslegt sjálfstæði, heilsufar eða almennt siðgæðisvottorð.  Af hverju gerum við almennt meiri kröfur til bílstjóra, leikskólakennara eða jafnvel fasteignasala heldur en til stjórnmálamanna, Alþingismanna og ráðherra?  

katajakNú er tími til kominn að breyta þessu og krefja stjórnmálamenn svara hverjir veljist til setu í ríkisstjórn eftir næstu kosningar. Ef við fáum ekki að vita þetta áður en við kjósum þá eru kosningarnar tilgangslausar. Katrín Jakobsdóttir verður að svara spurningunni ;

Ef þú færð stjórnarmyndunarumboð eftir kosningar, með hverjum hyggstu starfa og hver eru ráðherraefni flokksins?

Þetta eru grundvallarspurningar sem allir flokksformenn eiga að vera búnir að gera upp við sig og geta svarað núna strax. Kannski finnst fólki allt í lagi að Katrín verði forsætis af því hún er geðug og ekki orðuð við neitt hneykslismál samtímans. Persónulega finnst mér það ekki nóg. Ég vil að við komum okkur saman um hæfisreglur þannig að við fáum alltaf bestu umsækjendurna en ekki einhverjar strengjabrúður. Mér þykir það helvíti hart að af öllum þessum umsækjendum um starf alþingismanns hefur enginn opinberað neina framtíðarsýn nema Sigmundur Davíð.  Og hann er ekki hægt að kjósa vegna persónubresta hans.

simmi


Loksins eitthvað af viti

ingaInga Sæland ætlar að taka á lífeyrissjóðasukkinu með því að láta þá greiða skatt af iðgjöldum við inngreiðslu. Þarna er vannýttur tekjustofn sem staðið gæti undir 40 milljarða innviðauppbyggingu á ári um ókomin ár. Og með því að skattleggja þetta fé strax þá er komið í veg fyrir að lífeyrissjóðaguttarnir tapi þessum 40 milljörðum í fjárglæfrafjárfestingum eins og United Silicon. Toppar einhver þetta!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband