Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
9.10.2017 | 12:12
Stóra Þórumálið
Fyrir okkur nátttröllin, sem ekki erum á fésbókinni, er nauðsynlegt að hafa ekki-fréttamiðil eins og DV, sem stundar að standa á gægjum og taka skjáskot of tilvonandi hneykslismálum. Eitt slíkt birtist þar um um daginn og fjallaði um Þóru Krístínu Ásgeirsdóttur að tala um Ingu Sæland. Ummælin virtust ekki ýkja særandi við fyrstu sýn en afhjúpa samt ákveðna fordóma hjá Þóru Krístínu varðandi fötlun og fátækt, sem kemur sér illa fyrir VG sem vill höfða til smælingjanna í þjóðfélaginu og ekki síst til þeirra sem búa í Breiðholtinu.
Hvernig Inga Sæland brást við er svo aftur dæmi um húmorsleysi á háu stigi sem er dauðadómur yfir pólitískum forystumanni hvar í flokki sem er.
9.10.2017 | 11:16
Ljúgðu Betur - Nýr samkvæmisleikur í boði RUV
Ég er haldinn kosningavírus. Þess vegna fylgist ég með alls konar útsendingum af alls konar fundahöldum. Í gær horfði ég til að mynda bæði á útsendingu frá stofnfundi Framfaraflokksins, afsakið Miðflokksins, og útsendingu RUV af samkvæmisleiknum Ljúgðu betur
Ljúgðu betur gengur út á að tala í frösum og láta ekki fipa sig. Sá sem lætur fipast og fer í vörn er þar með úr leik. Í þessari fyrstu umferð fipaðist Bjarni Benediktsson þegar honum vafðist tunga um tönn við að svara spurningu Þórhildar Sunnu.
Spurningin var þessi: Er sjálfstæðisflokkurinn að láta ríkissjóð borga fyrir ímyndarvanda sem tengist ráðherrum flokksins?
Í svarinu fipaðist ráðherrann og endaði með því að fordæma spurninguna. Þar með var hann úr leik.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2017 | 20:15
Silfrið
Til þess að pólitískir umræðuþættir virki í sjónvarpi þarf tvennt að koma til. Rétt blanda af viðmælendum og fumlaus tök stjórnandans á umræðuefnum og þáttakendum. Það er augljóslega mjög létt að missa tökin á hvoru tveggja, en Fanney Birna hefur staðið sig með prýði og stýrt umræðunni af þeirri lagni sem til þarf til að flæðið haldist og allir þáttakendur fái sinn tíma.Valið á viðmælendum dagsins gekk fullkomlega upp. Þarna var fulltrúi fólksins sem talaði frá hjartanu. Síðan var fulltrúi vísinda og fræða. Í þriðja lagi var mætt fulltrúi þrýstihópa og að sjálfsögðu fengum við líka að heyra sjónarmið hagsmunagæsluaflanna. Úr varð hinn skemmtilegasti kokteill. Að öðrum ólöstuðum var þó maður dagsins, sá sem talaði frá hjartanu, Mikael Torfason. Sá drengur á framtíð fyrir sér í stjórnmálum ef hann kærir sig um.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.10.2017 kl. 08:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2017 | 07:20
Liðkað til fyrir lygara
Greinin hans Pétur Húna, Staðreyndir um spuna HS Orku ætti að vera skyldulesning hjá öllum frambjóðendum í næstu Alþingiskosningum. Þar afhjúpar hann á einkar sannfærandi hátt, þær lygar og hálfsannleik sem virkjunarsinnar hjá Vesturverki með Ásgeir Margeirsson lepp sænska skúffufyrirtækisins, sem eignaðist HS ORKU með ótrúlegum tilfæringum í miðju hruni, hafa borið á borð fyrir auðtrúa Árnesshreppsbúa og aðra Vestfirðinga.
Fyrir það fyrsta þá er ekki verið að fara í þetta verkefni af samfélagslegri nauðsyn. Tilgangurinn er eingöngu viðskiptalegs eðlis. Raforkumál á norðanverðum Vestfjörðum lagast ekki vegna Hvalsárvirkjunar. En hagnaður H.S. Orku vegna verkefnisins verður umtalsverður svo og annarra eigenda Vesturverks og þeirra sem erfa vatnsréttindin á svæðinu.
En það var annað í greininni sem vakti athygli og ég vissi ekki um og man ekki eftir að hafa séð reyfað. En það var aðkoma Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, fyrrverandi iðnaðarráðherra að þessu verkefni. En þessi hlaupastelpa H.S. Orku breytti reglugerð til að liðka fyrir lygaranum Ásgeiri Margeirssyni!
Efnahagslega sjálfbærnin sem Ásgeir nefndi felst því greinilega í því að láta Landsnet leggja í milljarða útgjöld við að reisa tengipunkt á Nauteyri, sem styttir vegalengdina frá virkjun að dreifikerfi verulega og lækkar um leið tengikostnað virkjunarinnar, og fá að auki fyrirgreiðslu sem fyrsti aðili sem tengist þessa leið. Kostnaðurinn lækkar ekkert, honum er bara velt á Landsnet og þar með okkur, almenna raforkunotendur í landinu." (Pétur Húni)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2017 | 04:40
Framfaraflokkur Sigmundar stofnaður í dag
Glistrup: Jeg forsøger at betale den skat, som jeg synes det er ønskeligt at betale, jeg har ikke tallene på mig her, men jeg finder afgjort, at der er grund til at rose de mennesker, der betaler mindst og fordømme de mennesker, der betaler mest i skat. Skal vi sige det på en måde, at det at være skattesnyder, det er en farlig ting, fordi man løber nogle vældige risikoer for at få sig en ordentlig kølle oven i hovedet, men skattesnyderen i dag er at sammenligne med jernbanesabotøren under besættelsen. De gør et farligt job, men de gør et fædrelandsnyttigt job.
6.10.2017 | 19:05
Samfylkingin styrkir sig
Samfylkingin er á réttu róli með nýju fólki í framvarðarsveitinni. Hún hefur góða möguleika á að endurheimta trúnaðartraust kjósenda eftir hraklegan útafakstur Ingibjargar Sólrúnar. En það er samt hængur á. Fyrrum samstarfsmaður Ingibjargar Sólrúnar og varaformaður flokksins er kominn í framboð eftir ótímabæra uppreisn æru. Það voru mistök að hleypa honum að í uppstillingu listans í Reykjavík. Ágúst Ólafur er kvótaerfingi og auðrónasonur. Slíkir eiga ekkert erindi í flokk sem kennir sig við alþýðu á tyllidögum.
Ég treysti samt kjósendum til að strika hann út af lista. Skýrari gætu skilaboðin ekki orðið.
![]() |
Jón Gnarr genginn í Samfylkinguna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.10.2017 | 18:40
RÚV beitir sér ekki gegn Bjarna
Nú er ljóst að tekið verður á skítamixi forsætisráðherra með silkihönskum á fréttastofu RUV. Alveg eins og þegar Vafnings og seinna Falson málin komu upp. Ekki veit ég hvað veldur að einn er tekinn fyrir en hinn sleppur. Hér stjórnuðu 2 silfurskeiðungar. Annar, Sigmundur Davíð var tekinn fyrir saksóttur og dæmdur á einum degi en við hinum , Bjarna Benediktssyni er varla blakað. Aðeins kurteislegt spjall yfir kaffibolla og síðan bugt og beygingar. Meira að segja Sigrún Davíðsdóttir er þögul.
6.10.2017 | 17:24
Nýtt leikskólalag
Bjarni er enn í baðkerinu
búinn að gera poo
vissu ekki margir um það
aðrir en hans frú
Búinn að gera poo
búinn að gera poo
Bjarni er enn í baðkerinu
búinn að gera poo
Þetta má svo syngja við lagið; Nú er Gunna á nýju skónum
6.10.2017 | 16:56
Birtu emailin Bjarni!
Ein leið til að sanna sakleysi í viðskiptum er að birta gögn um samskipti manna. Veigamikil gögn í uppljóstrunum Reykjavik Media eru tölvupóstsamskipti Einars Arnar Ólafssonar við viðskiptamenn Glitnis banka dagana fyrir fall bankans. Bjarni neitar að kannast við þessi samskipti en ef hann er saklaus þá getur hann einfaldlega birt sjálfur öll sín tölvusamskipti.
En auðvitað gerir hann það aldrei ótilneyddur. En kannski eru til leiðir til að þvinga fram sannleikann....Við verðum að bíða og vona að graftarkýlið verði tæmt.
![]() |
Segir tilganginn að koma höggi á sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2017 | 16:07
Skítamix - Hvað gera píratar núna?
Kveðjuræða Birgittu píratadrottningar á Alþingi fjallaði aðallega um skítamixið í pólitíkinni. Engum orðum var þar ofaukið. Nú verða píratar að halda merkinu á lofti og halda áfram að vekja athygli á skítamixinu. Ekki ræða um eitthvað sem þeir hafa hvort sem er ekki umboð til að ræða um.
Nú er tími fyrir stórar B.O.B.U.R.