Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
2.10.2017 | 13:24
Panamaskjölin verði kosningamál
Samtrygging flokkakerfisins kom í veg fyrir að Panamaskjölin og afhjúpun skattaundanskota yrðu aðal kosningamálið í fyrra. Samt sprakk ríkisstjórn auðmannanna Sigmundar og Bjarna Ben, beinlínis vegna þeirra! Þessa samtryggingu verður að rjúfa. Þótt það kosti eftirmála þegar kemur að myndun ríkisstjórnar eftir kosningar. Við þurfum ekki að tala um frítekjumörk, svelt heilbrigðiskerfi eða skóla og samgöngumál. Þau mál verða leyst. Hver sem stjórnar.
Núna þarf hins vegar að aflétta leyndarhyggju, sora og spillingu í stjórnkerfinu og flokkakerfinu. Það verður að vera númer 1, 2 og 3. Skyggnumst bak við tjöldin og krefjumst svara. Hver vissi hvað, hver tók ákvarðanir og hverjir græddu á þeim skipulögðu glæpaverkum, sem skattasniðganga raunverulega er. Við vitum að Sigmundur græddi og Bjarni reyndi að koma í veg fyrir að ríkisskattstjóri fengi afhent rannsóknargögn. Og við vitum að Bjarni Ben átti tugi milljóna sem hann bjargaði frá glötun með Vafningsgerningnum fræga. En síðan hvarf slóðin. Bjarni á í dag engar eignir ekkert! Hvar eru eignir Bjarna vistaðar. Landsmenn eiga heimtingu á að vita hvers konar undanskot eigna forsætisráðherra landsins ástundar.
Það þarf að tala um Wintris og Panamaskjölin og hverjir nýttu sér skattalegt hagræði af eignum í aflandsfélögum. Það þarf líka að tala um hverjir haldi núna um eignarhlut Bjarna Ben í Engeyjarauðnum. Er það mamma hans eða konan hans eða börnin eða gæludýrin? Og tölum líka um Vafningsmálið. Þegar þessi umræða hefur farið fram með þátttöku allra frambjóðenda í kosningunum núna , þá getum við gengið til kosninga og útilokað bæði Bjarna Benediktsson og Sigmund Davíð frá því að ögra siðferðiskennd landsmanna um ókomin ár.
![]() |
Ofgreiddi skatta vegna Wintris |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.9.2017 | 13:17
Framsóknarflokkurinn detoxar
Eftir velheppnaðan detox kúr Framsóknarflokksins, sem lauk með innanhreinsunum Sigmundar og hans stuðningsliðs, þjáist flokkurinn ekki lengur af harðlífi. Hvort hann sé orðinn heilbrigðari efast ég um.
Því eins og hagyrðingurinn Steingrímur Eyfjörð, sagði;
Aum er okkar rulla
í þessu jarðlífi.
Annað hvort er það drulla
eða þá harðlífi.
![]() |
Andrúmsloftið í Framsókn hreinsast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2017 | 11:42
Katrín er jafn fölsk og Steingrímur J.
Ef Katrínu hefði verið einhver alvara með sáttatillögu sinni um að halda stjórnarskrárbreytingum á lífi, þá hafði hún getað lagt til að þingheimur endurnýjaði ákvæðið frá 2013. En það gerði hún ekki vegna þess að VG vill einfaldlega ekki gera neinar breytingar á stjórnarskránni. Að leggja til eitthvað sem vitað er að sættir engin sjónarmið er óheiðarlegt og vanvirðing við kjósendur. En að nota Lög nr. 91 11. júlí 2013. óbreytt en með framlengdum gildistíma, hefði verið pólitískt klókt því þá tillögu hefði sjálfstæðisflokkurinn átt erfiðara með að hafna.
Katrín er enginn leiðtogi hún er bara leikbrúða eigin búktals.
![]() |
Sjálfstæðismenn þeir einu sem voru á móti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.9.2017 | 10:40
Hundapólitík Sjálfstæðismanna
Engu er líkara en stjórnarskráin sé eins og kjötbein í huga Sjálfstæðismanna. Þeir hentu henni í Birgi Ármannsson og sögðu honum að passa að enginn kæmi nálægt henni. Þessu hefur hann sinnt af trúmennsku og mun örugglega hljóta umbun fyrir. Þannig ganga hlutirnir fyrir sig í Valhöll en þetta kalla ég hundapólitík!
Þess vegna má með réttu kalla skýringar Birgis, hundalógik. Að kalla það galið að koma til móts við kröfuna um lýðræðisumbætur.
Ef næstu kosningar ná að hverfast um þetta mikilvægasta baráttumál almennings þá hefur sjálfstæðisflokkurinn stimplað sig út í horn. Vonandi átta menn sig á því að stjórnarskrármálið er ekki flokkspólitískt. Ekkert frekar en barnagirnd, þótt Sjálfstæðismenn vilji eigna sér bæði.
![]() |
Galið að afgreiða málið í tímapressu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.9.2017 | 13:33
Katrín Odds í Silfrinu
Það var gott að hlusta á Katrínu Odds ræða hvers vegna það sé svona nauðsynlegt að samþykkja nýju stjórnarskrána. Mjög flott kona, rökföst og með svör við öllum spurningum þáttastjórnandans, Fanneyjar Birnu Jónsdóttur. Ég verð að játa, að fyrirfram var ég með mikla fordóma gagnvart pólitískri fortíð Fanneyjar, en hún hefur staðið sig vel og alls ekki hægt að greina hennar pólitísku áherslur. Semsagt ein af mjög fáum fagmanneskjum hjá RUV þessi misserin. Mjög fagleg og frussar ekkert eins og Egill gerir stundum.
Þeim, sem enn eru að spyrja, hvers vegna nýja stjórnarskrá? er bent á að hlusta á þetta viðtal.
25.9.2017 | 11:02
Raðfullnæging Framsóknarmaddömunnar
Óróinn sem kom fram á mælum í gær var ekki vegna umbrota í Vatnajökli. Heldur var Þórólfur Gíslason að taka Framsóknarmaddömuna í rassgatið með tilheyrandi látum. Þetta lætur sómakært fólk náttúrulega ekki bjóða sér og er því brostinn á flótti úr flokknum. Brotaþolinn í þetta sinn hyggur á hefndir..
![]() |
Ég hef alltaf stutt Sigmund Davíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.9.2017 | 10:45
Skástur er ekki bestur
Skoðanamyndandi kannanir leiða sjaldan í ljós raunverulega afstöðu manna. Þetta byggi ég á eigin reynslu. Því ég hef undanfarin ár iðulega tekið þátt í netkönnunum Félagsvísindastofnunar HÍ um hin ýmsu mál. Þetta þyrftu fjölmiðlar og spunameistarar að hafa í huga þegar þeir túlka niðurstöður kannana.
Til dæmis þá er nú endurtekið lapið upp í öllum miðlum að flestir vilji Katrínu Jakobsdóttur sem næsta forsætisráðherra. En er það virkilega svo? Er það ekki frekar að Katrín sé skásti kosturinn af öllum slæmum sem í boði eru? Það er alla vega mín skoðun.
25.9.2017 | 09:53
Lúpínuflokkurinn
Sigmundur Davíð auglýsti eftir nafni á nýja flokkinn sem hann er að stofna. Ég sting upp á nafninu Lúpínuflokkurinn. Því Sigmundur er svolítið eins og lúpínan. Ekkert má skyggja á hann. Hann hefur líka orðið fyrir einelti eins og lúpínan. Sérstaklega út um sveitir landsins. En umfram allt er hann andskotanum frjórri, alveg eins og lúpínan. hugmyndalega á ég við.
![]() |
Ætlar ekki að ganga í annan flokk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2017 | 19:38
Óheppnir Vestfirðingar
Ekki er tímabært fyrir Vestfirðinga að fagna skilningi ráðherranna í starfsstjórn Bjarna Benediktssonar á þeim úrlausnarefnum sem þeir krefjast til að byggðin haldist og eflist. Pólitíkusar eru í kosningaham og þá er venjan að lofa öllu. En þegar kosningavíman rennur af mönnum kemur annað hljóð í strokkinn. Þá verður sagt að ráðherrar í starfsstjórn séu ábyrgðarlausir af loforðum gefnum í hita leiksins.
Vestfirðingar eiga að vísa til frumbyggjaréttar varðandi réttinn til að stunda fiskveiðar í atvinnuskyni allt að 6 mílum frá grunnlínupunktum úti fyrir Vestfjörðum. Á móti gefi þeir frá sér réttinn til að leggja til land undir virkjanir eins og þá sem nú er á teikniborði HS Orku.
Varðandi fiskeldisáformin í Djúpinu þá er sjálfsagt að bjóða þau réttindi upp og úthluta til hæstbjóðenda. Engin ástæða er til að hlusta á frekjuna í þeim sem vilja bara stunda eldi í eigin ám í eigin ábataskyni.
24.9.2017 | 15:51
Hvaða fokking fjöregg?
Mér varð það á að hnýsast í bréfið sem Sigmundur Davíð skrifaði í nótt til framsóknarmanna. Ég hefði betur sleppt því. Og Sigmundur hefði líka betur sleppt því að skrifa þetta bilaða bréf. Ég gæti sagt að maðurinn sé veikur á geði og það útskýrði þær ranghugmyndir sem hann virðist haldinn, en ég ætla ekki að gera það. Ég ætla heldur ekki að blanda mér í innanflokksdeilur í Framsóknarflokknum. En vegna þess að Sigmundur Davíð ætlar að halda áfram afskiptum af pólitík þá þarf hann að útskýra 2 atriði í bréfinu.
Í fyrsta lagi: Hvernig eignaðist Sigmundur Framsóknarflokkinn og hvernig fór sú yfirtaka fram?
Því hann segir í bréfinu að;
" Í því skyni samdi ég við varaformann flokksins um að hann tæki við forsætisráðuneytinu á meðan. Ég bað hann aðeins um tvennt. Annars vegar að ég fengi að fylgjast með gangi mála. Hins vegar að hann stæði við það sem hann hafði marglofað mér, að eigin frumkvæði, og myndi ekki nýta þá stöðu sem honum yrði veitt til að fara gegn mér. "
Allir vita, meira að segja Davíð Oddson, að í pólitík eiga menn ekkert! En Sigmundur Davíð átti allt. Hann átti forsætisráðherrastólinn og hann átti flokkinn.
Í annan stað; Um hvaða fokking fjöregg er hann að tala?
Því hann segir í bréfinu að;
"Nú er enn á ný sótt að mér í kjördæminu. Á síðasta ári gerði sami hópur og lætur til sín taka nú fimm tilraunir til að hrekja mig úr formannsstóli. Það gerðist eftir að ég hafði treyst varaformanninum fyrir fjöreggi mínu og flokksins um stund."