Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
20.4.2016 | 19:22
Vatn á myllu andstæðinga kvótaúthlutunar
"Ísland þarf að breyta lögum til að tryggja að orkufyrirtæki sem nýta nátturauðlindir í almannaeigu til raforkuframleiðslu greiði ávallt markaðsverð fyrir slíka nýtingu. Þetta er niðurstaða ákvörðunar sem Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) tók í dag."
Fróðlegt verður að fylgjast með viðbrögðum stjórnvalda við þessum afskiptum ESA. Hingað til hafa þau barist gegn öllum hugmyndum um auðlindagjöld hvers konar. Gildir einu hvort rætt er um vatn land eða fisk. En kannski verða menn núna neyddir til að setja hér löggjöf sem setur niður áralöng átök um þessa nýtingu. Ekki í fyrsta skiptið sem réttlætið væri þvingað fram undir hótunum.
![]() |
Greiði markaðsverð fyrir nýtingu nátturuauðlinda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2016 | 12:56
Óheppnir þjófar
Það hlýtur að koma þessu óheppna pari til refsilækkunar að hafa stolið þessum úlpum úr rangri verzlun. Ef þau hefðu vitað af túristaokrinu á Íslandi þá hefðu þau stolið þessum úlpum úr útivistarbúð á Laugarveginum en ekki Bláa Lóninu. Engum Íslendingi dettur í hug að kaupa úlpu sem kostar 80 þúsund krónur eða meira. Flestir myndu telja slíka verðlagningu þjófnað en hann er víst lögverndaður eins og fleiri glæpir á Íslandi.
![]() |
Stálu úr verslun Bláa lónsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.4.2016 | 13:54
Mr. og Mrs. Nobody
Hvað er að beinum og milliliðalausum samskiptum? Af hverju eru kjörnir fulltrúar okkar Reykvíkinga svo hræddir við að svara fyrir pólitískar ákvarðanir að þeir þurfa að eyða takmörkuðu skattfé okkar í ráðningu upplýsingafulltrúa skóla og frístundasviðs?
Samkvæmt upplýsingum á vef Reykjavíkurborgar sitja 14 pólitískir fulltrúar í Skóla og Frístundaráði
![]() |
Ólafur Hand gagnrýnir Reykjavíkurborg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.4.2016 | 16:11
Húsafriðun og byggingalist
Arkitektar eiga það sameiginlegt með borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar að þeir þola engum að fjalla um arkitektúr og húsafriðun nema fáum útvöldum. Þess vegna meðal annars eru þessi mál í brennidepli í dag. Það er búið að klúðra svo mörgu. En það er ekki eingöngu slæmir verktakar heldur miklu fremur slæm pólitík sem borgararnir eru að mótmæla. Arkitektarnir eru þó enn í skjóli en það kann að breytast þegar frá líður og fleiri skipulagsslys líta dagsins ljós.
Friðun Bernhöftstorfunnar var einstök á sínum tíma og markaði upphaf að auknum skilningi varðandi friðun gamalla húsa. En forsendan fyrir þeirri friðun var, að þar var um heildstæðan klasa húsa að ræða. Ekki stök hús í breyttu umhverfi. En því miður þá hafa öfgamenn náð undirtökum í nefndum og ráðum og nú sjást menn ekki fyrir í friðunardellunni. Nýjasta dæmið er fjaðrafokið vegna Exeter hússins í Tryggvagötu. Í fyrsta lagi þá liggur ekki fyrir hvernig það hús var gert upp. Hvað var mikið af því húsi endurnýjað og hvað mikið var orginal. Þetta skiptir máli. Og er hægt að tala um húsafriðun þegar leyft er að þrengja að gömlum húsum með forljótum karakterlausum, steinsteypukumböldum og byggja undir kofann og lyfta honum upp. Þetta allt var leyft með framkvæmdaleyfinu í Tryggvagötu. Og átta sig svo á því að framkvæmdin er önnur en kontoristar gerðu ráð fyrir er kannski bara smjörklípa til að leiða athyglina frá ófremdarástandi í gatnamálum borgarinnar. Því það vill svo "heppilega" til að málið er á borði sama borgarfulltrúans.
Niðurrif Exeter hússins er nefnilega síst meira spellvirki en niðurrif fjölda annarra húsa sem enginn gerir athugasemd við. Til dæmis Íslandsbankahúsið í Lækjargötu. Og hvað um þessa uppbyggingu á Tryggvagötunni? Finnst mönnum flott teikningin af húsinu sem á að byggja við hliðina á exeter húsinu horfna? Þar á nefnilega að fullnýta lóðina með því að grafa niður jarðhæðina og byggja 5 hæðir í stað fjögurra eins og húsin við hliðina eru. Að hækka exeter húsið um eina hæð við hliðina á því byggingarslysi er bara klúður en engin redding.
Næst þegar svona árekstrar verða á milli hins gamla og þess nýja þá væri nær að varðveita hið gamla með því einfaldlega að finna því nýjan stað. Ef það hefði verið gert í þessu tilfelli þá hefði það aldrei verið rifið. Svo það er fyrst og fremst við skipulagssvið borgarinnar að sakast en ekki verktakann.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2016 | 14:03
RÚV ætlar líka að velja forseta!
RÚV með Þóru Arnórsdóttur í broddi fylkingar, er á bólakafi í pólitík. Það dylst engum sem fylgist með pólitískum hræringum þessi misserin. Þeir sem gera lítið úr þessari staðreynd eða láta sér hana í léttu rúmi liggja gera sér ekki grein fyrir alvarleika málsins.
Í kjölfar vel lukkaðrar atlögu að ríkisstjórninni þá hugsa menn í Efstaleiti næsta leik. Og þá helgar tilgangurinn meðulin. RÚV og vinstri elítan er búin að ákveða næsta forseta Íslands. Hann heitir Andri Snær Magnason. Skiptir engu þótt hann hafi ekki uppfyllt skilyrði fyrir að teljast löglegur frambjóðandi. En það eru þeir einir sem hafa skilað inn tilskyldum fjölda meðmælenda og fengið þá lista samþykkta af kjörstjórn. Sá eini sem er tilbúinn með slíka meðmælalista er Sturla Jónsson. En RÚV v ill ekkert af honum vita og gerir eins lítið úr hans framboði og þeir komast upp með. Til dæmis þá létu þeir eins og Sturla hefði tilkynnt um framboð í þessari viku eins og Andri Snær þótt staðreyndin sé allt önnur. En við hverju er að búast af Heiðari Erni. Þeir sem fylgdust með þessum sama Heiðari við kynningu RÚV á frambjóðendum til síðustu Alþingiskosninga duldist ekki hlutdrægnin í þeirri framkvæmd allri saman.
Með þetta í huga hvet ég alla til að koma á framfæri athugasemdum þegar RÚV byrjar að agitera fyrir sínum forsetaframbjóðenda af alvöru.
10.4.2016 | 15:44
Drambsami borgarfulltrúinn
Í gær átti ég orðaskipti við Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúa SF og formann Umhverfis og Skipulagsráðs. Notaði ég tækifærið og gagnrýndi þrengingu Grensásvegar sérstaklega. Brást hann ókvæða við og spurði hvort ég væri búsettur á því svæði og þegar ég neitaði því þá taldi hann mig ekki hafa rétt til að tjá mig um það mál. Þetta er alveg nýtt og kallar á frekari skýringar stjórnmálamanna. Lauk þar með þessum orðahnippingum og ég horfði á eftir þessum drambsama borgarfulltrúa arka grútskítugan Laufásveginn í átt að Austurvelli þar sem stjórnmálamönnum öllum var mótmælt í gær. En drullan og svifrykið sem angrar okkur vegna samdráttar í grunnþjónustu borgarinnar kemur þessum manni greinilega ekki við. Fyrir brot af því sem kostar að þrengja Grensásveg má sópa og spúla allar götur borgarinnar og bæta þannig loftgæði hjólreiðamanna og gangandi vegfarenda. Kannski færi betur ef Hjálmar Sveinsson hætti að rölta Laufásveginn til vinnu og hrækja í átt að bandaríska sendiráðinu. Við þurfum ekki svona attitude.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.4.2016 | 00:13
Örvænting leiðir til óhæfuverka
38-25 hlutföllin á alþingi þýða ekki sjálfkrafa, að meirihlutinn komi öllum sínum málum í gegnum þingið. Um þinglega meðferð mála eru í gildi ákveðnar reglur sem eiga að tryggja lýðræðislega aðkomu minnihlutans að allri afgreiðslu mála. Þetta óttast meirihlutinn að muni koma í veg fyrir áætlanir þeirra um lok þessa þings og kosninga næsta haust. Í þessu sambandi þarf að rifja upp hvað Bjarni Ben sagði um væntanlegt málþóf þar sem hann ýjaði að því að breyta þingskaparreglum og veita forseta alþingis alræði yfir þinglegri afgreiðslu mála. Væntanlega með því að takmarka ræðutíma og koma í veg fyrir málþóf. Þetta getur auðvitað þessi þingmeirihluti gert í krafti meirihlutaræðis en það væri afar hættulegt fordæmi og í bága við lýðræðishefðina sem hér hefur gilt þrátt fyrir foringjaræði flokksræðisins. Ef Bjarni gerir alvöru úr hótun sinni um að efla völd forseta enn meir þá opnar hann á aðgerðir utan frá sem hann mun enga stjórn hafa á. Alþingi er bara verndaður vinnustaður. Það er ekkert mál að tala digurbarkalega þar. En treysta menn sér virkilega í stríð við almenning? Það eru átök í uppsiglingu og við höfum séð uppstillinguna. Uppstillinguna þar sem eigendavald flokka og fjölmiðla hafa læst saman kjöftum í vörn fyrir siðlausa þjófa og ræningja. Það var ekki að ástæðulausu að Framsókn náði eignarhaldi á flestum stærstu netmiðlunum og nú líka Útvarpi Sögu.
Nú verður það skiljanlegra hvernig Arnþrúður bjargaði rekstrargrundvelli útvarps Sögu eftir að til stóð að innkalla útvarpsleyfið. Það gerði hún með því að ljá hinum spillta mennta og menningarmálaráðherra, Illuga Gunnarssyni rödd sína. En það hefur vakið undrun margra hversu oft Illugi er fenginn í viðtal á útvarpi Sögu. Maður sem hvergi annars staðar er virtur viðlits fær óhefta athygli hjá þeim sem hann bjargaði frá innköllun starfsleyfis fyrir ári síðan. Nú falla púslin saman. Arnþrúður hefur fellt grímuna. Í gær ´hótaði hún Pétri að hunskast bara út á Austurvöll ef hann héldi áfram að gagnrýna ríkisstjórnina. Ef þetta er ekki að beita eigendavaldi fjölmiðils þá veit ég ekki hvað þetta er. Og það hlýtur að kalla á athugasemdir og áminningu frá fjölmiðlanefnd. Jafnvel Björn Ingi lætur sér ekki til hugar koma að beita eigendavaldi sínu og þaðan af síður eigendur Morgunblaðsins. Þessir aðilar vita að eigendavaldinu má aldrei beita!
En slík er nú örvænting sumra að allar reglur eru brotnar. Og það leiðir til óhæfuverka
8.4.2016 | 18:05
38-25
Gamla siðspillta Ísland vann þessa lotu á heimavelli. Næstu daga verður leikið á útivelli, þ.e. Austurvelli. Þá verða önnur úrslit.
8.4.2016 | 14:40
Þurfum engin Panamaskjöl
Þeir sem nú fordæma þann upplýsingaleka sem birtist í Panamaskjölunum vita hve málið er eldfimt og hættulegt íslenzkri pólitík og viðskiptum. Þeir binda vonir við að hægt verði að loka fyrir þennan leka með hótunum og ofsóknum í anda Bandaríkjamanna gegn Edward Snowden. En við þurfum ekkert á þessum leka að halda. Allar þessar upplýsingar er að finna hjá Lögmannsstofunni LEX og í skjölum gamla Landsbankans. Af hverju gerir ekki skattrannsóknarstjóri húsleit hjá þessum aðilum?
8.4.2016 | 13:50
Bjarni eltir skottið á sjálfum sér
Siðblindur fjármálaráðherrann fer nú mikinn í pontu alþingis. Hann talar um að mikilvægt sé að treysta ríkisskattstjóra og skattrannsóknastjóra en á sama tíma fjársveltir hann þessi embætti og gerir þau í raun óstarfhæf. Í því ljósi eru fullyrðingar hans um að hann vilji ná í skottið á skattsvikurunum í besta falli hlálegar. Bjarni Ben veit sem er að skattsvikararar komast upp með allt samanber málaferli foreldra hans gegn íslenzkum skattayfirvöldum vegna undanskota á 1 milljarði króna. Þau undanskot voru glæpsamleg en eru meðhöndluð sem tæknilegt álitamál.
Þegar Bjarni talar um að elta skottið á skattsvikurum þá er hann að meina skottið á sjálfum sér.